Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2022 10:24 Tiltölulega fáar myndir eru til af Yevgeny Prigozhin hjá vestrænum myndaveitum. Þessi var tekin árið 2016 í Pétursborg í Rússlandi. Getty/Mikhail Svetlov Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Prigozhin hefur lengi verið talinn fjármagna málaliðahópinn. Hann tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum og hefur um árabil verið kallaður „kokkur Pútíns“. Það vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum þegar birt var myndband af Prigozhin í fangelsi í Rússlandi. Þar bauð hann föngum frelsi fyrir að vinna hjá Wagner í sex mánuði og taka þátt í yfirstandandi innrás í Úkraínu. „Ef þið þjónið í sex mánuði, eru þið frjálsir. Ef þið farið til Úkraínu og ákveðið að þetta sé ekki fyrir ykkur, tökum við ykkur að lífi,“ sagði Prigozhin við fangana. Hann gaf þeim fimm mínútur til að ákveða sig. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hefur barist gegn því að vera bendlaður við Wagner Prigozhin hefur á undanförnum árum höfðað fjölda dómsmála gegn fólki sem hefur bendlað hann við hópinn. Hann hefur lengi verið talinn einn af stofnendum hans og sagður fjármagna hópinn. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Nú hefur auðjöfurinn viðurkennt að hafa stofnað málaliðahópinn. Í yfirlýsingu frá Concord Group, sem er fyrirtæki í eigu Prigozhins, segist hann hafa stofnað hópinn árið 2014, Nú sé hann skipaður föðurlandsvinum sem berjist til að vernda þá sem minna mega sín og í nafni réttlætis. Prigozhin segir málaliða sína vera eina af grunnstoðum „Móðurlandsins“. Hann segist stoltur af störfum þeirra. Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Í yfirlýsingu ESB sagði að Wagner Group væri fjármagnaður af Prigozhin. Þá staðhæfði hann að hann tengdist málaliðahópnum ekki á nokkurn hátt. Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sýrland Malí Líbía Súdan Mósambík Mið-Afríkulýðveldið Tengdar fréttir Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. 8. október 2019 22:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Prigozhin hefur lengi verið talinn fjármagna málaliðahópinn. Hann tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum og hefur um árabil verið kallaður „kokkur Pútíns“. Það vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum þegar birt var myndband af Prigozhin í fangelsi í Rússlandi. Þar bauð hann föngum frelsi fyrir að vinna hjá Wagner í sex mánuði og taka þátt í yfirstandandi innrás í Úkraínu. „Ef þið þjónið í sex mánuði, eru þið frjálsir. Ef þið farið til Úkraínu og ákveðið að þetta sé ekki fyrir ykkur, tökum við ykkur að lífi,“ sagði Prigozhin við fangana. Hann gaf þeim fimm mínútur til að ákveða sig. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ vegna umfangsmikilla samninga sem hann hefur gert við rússneska ríkið. Hann framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg. Þar á meðal veitingastaðinn New Island Restaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hefur barist gegn því að vera bendlaður við Wagner Prigozhin hefur á undanförnum árum höfðað fjölda dómsmála gegn fólki sem hefur bendlað hann við hópinn. Hann hefur lengi verið talinn einn af stofnendum hans og sagður fjármagna hópinn. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Nú hefur auðjöfurinn viðurkennt að hafa stofnað málaliðahópinn. Í yfirlýsingu frá Concord Group, sem er fyrirtæki í eigu Prigozhins, segist hann hafa stofnað hópinn árið 2014, Nú sé hann skipaður föðurlandsvinum sem berjist til að vernda þá sem minna mega sín og í nafni réttlætis. Prigozhin segir málaliða sína vera eina af grunnstoðum „Móðurlandsins“. Hann segist stoltur af störfum þeirra. Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Í yfirlýsingu ESB sagði að Wagner Group væri fjármagnaður af Prigozhin. Þá staðhæfði hann að hann tengdist málaliðahópnum ekki á nokkurn hátt. Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sýrland Malí Líbía Súdan Mósambík Mið-Afríkulýðveldið Tengdar fréttir Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. 8. október 2019 22:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43
Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. 8. október 2019 22:00