Létu eins og flugvél með 29 innanborðs hefði farist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2022 22:09 Frá æfingunni á Vestfjörðum í dag. Um 200 manns tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Ísafjarðarflugvelli laugardaginn 24. september. Þar voru æfð viðbrögð við flugslysi á eða við flugvöllinn. Að þessu sinni byggði æfingin á því að flugvél með 29 farþega og áhöfn um borð hefði farist. Viðbragðsaðilar Ísafjarðarbæjar og nærliggjandi byggðarlögum tóku þátt í æfingunni. Aðgerðarstjórn var virkjuð á Ísafirði sem og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia, segir í tilkynningu að æfingin hafi gengið afar vel „Almannavarnir og Isavia stóðu sem fyrr í sameiningu að æfingunni í samstarfi við viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Elva. „Æfing af þessu tagi er haldin til að þess að starfsfólk flugvalla sem og björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsfólk, lögregla, slökkvilið, Landhelgisgæslan, Rauði krossinn og fleiri sem að þessum málum koma séu viðbúnir ef slys verður. Dagana fyrir æfingu var boðið upp á fræðslu í ýmsu sem tengist störfum viðbragðsaðila. Þeir viðburðir voru mjög vel sóttir. Liðsheildin í dag var afar skilvirk og samtaka. Allt eflir þetta samvinnuna í hvers konar hópslysum sem geta orðið á svæðinu.“ Páll Janus Hilmarsson er nýr umdæmisstjóri Isavia Innanlandsflugvalla á Vestfjörðum. Hann tók í dag þátt í sinni fyrstu flugslysaæfingu sem umdæmisstjóri á vellinum og segir að ánægjulegt hafi verið að fylgjast með og taka þátt í öflugu sameiginlegu átaki viðbragðsaðila og starfsfólks á flugvellinum. „Æfingar sem þessar skipta miklu máli fyrir Ísafjarðarflugvöll og samfélagið í kring.“ Næstu flugslysaæfingar Almannavarna og Isavia verða haldnar á Reykjavíkurflugvelli þann 1. október næstkomandi og síðan á Akureyrarflugvelli þann 15. október. Ísafjarðarbær Almannavarnir Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Að þessu sinni byggði æfingin á því að flugvél með 29 farþega og áhöfn um borð hefði farist. Viðbragðsaðilar Ísafjarðarbæjar og nærliggjandi byggðarlögum tóku þátt í æfingunni. Aðgerðarstjórn var virkjuð á Ísafirði sem og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia, segir í tilkynningu að æfingin hafi gengið afar vel „Almannavarnir og Isavia stóðu sem fyrr í sameiningu að æfingunni í samstarfi við viðbragðsaðila á svæðinu,“ segir Elva. „Æfing af þessu tagi er haldin til að þess að starfsfólk flugvalla sem og björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsfólk, lögregla, slökkvilið, Landhelgisgæslan, Rauði krossinn og fleiri sem að þessum málum koma séu viðbúnir ef slys verður. Dagana fyrir æfingu var boðið upp á fræðslu í ýmsu sem tengist störfum viðbragðsaðila. Þeir viðburðir voru mjög vel sóttir. Liðsheildin í dag var afar skilvirk og samtaka. Allt eflir þetta samvinnuna í hvers konar hópslysum sem geta orðið á svæðinu.“ Páll Janus Hilmarsson er nýr umdæmisstjóri Isavia Innanlandsflugvalla á Vestfjörðum. Hann tók í dag þátt í sinni fyrstu flugslysaæfingu sem umdæmisstjóri á vellinum og segir að ánægjulegt hafi verið að fylgjast með og taka þátt í öflugu sameiginlegu átaki viðbragðsaðila og starfsfólks á flugvellinum. „Æfingar sem þessar skipta miklu máli fyrir Ísafjarðarflugvöll og samfélagið í kring.“ Næstu flugslysaæfingar Almannavarna og Isavia verða haldnar á Reykjavíkurflugvelli þann 1. október næstkomandi og síðan á Akureyrarflugvelli þann 15. október.
Ísafjarðarbær Almannavarnir Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira