SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2022 12:36 Erik Mose, forsvarsmaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu. Vísir/EPA Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. Erik Mose, yfirmaður sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í ÚKraínu, tjáði mannréttindaráði SÞ í dag að gögn sem nefndin hefði aflað sýndi að stríðsglæpir hefðu verið framdir í landinu. Tiltók hann ekki hver bæri ábyrgð á glæpunum en nefndin hefur beint kröftum sínum að svæðum sem Rússar hertóku tímabundið, þar á meðal Tsjernihiv, Kharkív og Súmíj. Reuters-fréttastofan segir að nefndin hafi séð merki um fjöldaaftökur, þar á meðal lík sem voru með bundnar hendur og höfðu verið skorin á háls eða skotin í höfuðið. Fórnarlömb kynferðisofbeldis sem rannsakendur ræddu við voru á aldrinum fjögurra til 82 ára. Mose sagði að vísbendingar væru um að einhverjir rússneskir hermenn hefðu beitt kynferðisofbeldi á kerfisbundinn hátt þá hefði ekki verið sýnt á almennt mynstur af því tagi. Mose segist hafa verið í sambandi við Alþjóðasakamáladómstólinn um niðurstöður nefndarinnar. Hún á að skila mannréttindaráðinu skýrslu um störf sín í mars á næsta ári. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hafa fremja stríðsglæpi í Úkraínu. Enginn fulltrúi þeirra var viðstaddur fund mannréttindaráðsins í dag. Nefndin ætlar næst að skoða ásakanir um fangabúðir á hernámssvæðum Rússa þar sem úkraínskum föngum er haldið og fullyrðingar um að fólk hafi verið flutt nauðungaflutningum og úkraínsk börn jafnvel verið ættleidd til Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa krafist þess að nefndin kanni nýjar ásakanir um stríðsglæpi Rússa nærri borginni Izium í austanverðu landi. Hundruð líka hafa fundist í fjöldagröf þar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Erik Mose, yfirmaður sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í ÚKraínu, tjáði mannréttindaráði SÞ í dag að gögn sem nefndin hefði aflað sýndi að stríðsglæpir hefðu verið framdir í landinu. Tiltók hann ekki hver bæri ábyrgð á glæpunum en nefndin hefur beint kröftum sínum að svæðum sem Rússar hertóku tímabundið, þar á meðal Tsjernihiv, Kharkív og Súmíj. Reuters-fréttastofan segir að nefndin hafi séð merki um fjöldaaftökur, þar á meðal lík sem voru með bundnar hendur og höfðu verið skorin á háls eða skotin í höfuðið. Fórnarlömb kynferðisofbeldis sem rannsakendur ræddu við voru á aldrinum fjögurra til 82 ára. Mose sagði að vísbendingar væru um að einhverjir rússneskir hermenn hefðu beitt kynferðisofbeldi á kerfisbundinn hátt þá hefði ekki verið sýnt á almennt mynstur af því tagi. Mose segist hafa verið í sambandi við Alþjóðasakamáladómstólinn um niðurstöður nefndarinnar. Hún á að skila mannréttindaráðinu skýrslu um störf sín í mars á næsta ári. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hafa fremja stríðsglæpi í Úkraínu. Enginn fulltrúi þeirra var viðstaddur fund mannréttindaráðsins í dag. Nefndin ætlar næst að skoða ásakanir um fangabúðir á hernámssvæðum Rússa þar sem úkraínskum föngum er haldið og fullyrðingar um að fólk hafi verið flutt nauðungaflutningum og úkraínsk börn jafnvel verið ættleidd til Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa krafist þess að nefndin kanni nýjar ásakanir um stríðsglæpi Rússa nærri borginni Izium í austanverðu landi. Hundruð líka hafa fundist í fjöldagröf þar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33