Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2022 10:39 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. Í morgun sagði Morgunblaðið frá því að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglumanna sem fer fram laugardaginn 1. október. Mennirnir voru handteknir á þriðjudaginn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að ekki sé búið að fresta árshátíðinni þrátt fyrir fregnirnar. Hann hafði ekki heyrt af mögulegri árás á árshátíðinni fyrr en blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í hann í gær. Skelfilegt ef satt reynist „Þetta er alveg ótrúlegar fréttir ef þeir ætluðu að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma. Það er algjörlega skelfilegt að hugsa til þess,“ segir Fjölnir í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að enn sé rúm vika í árshátíðina og því enn mögulegt að henni verði frestað. Í gær var greindi lögregla frá því að búið væri að ná utan um málið og því hefði almenningur ekkert að óttast. Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur heyrt í í gær og í dag séu mjög hissa. „Ég held að allri séu svolítið hissa á því að þessi dagur skyldi koma, að það sé hryðjuverkaógn á Íslandi. Þetta er svolítið árás á þjóðfélagsgerðina okkar. Ég held að fólk sé að spá í því. Hvort þurfi að breyta einhverju,“ segir Fjölnir. Í reglulegri skotþjálfun Á síðustu árum hefur þjálfun lögreglumanna verið tekin í gegn. Fjölnir segir lögreglumenn hafa fengið einhverja þjálfun í hvernig eigi að bregðast við hryðjuverkaógn en ekki setið almenn námskeið um málið. „Við erum í reglulegri skotþjálfun, lögreglumönnum er skipt í þjálfunarhópa sem æfa mismikið. Það er búið að taka þjálfun lögreglumanna mikið í gegn en það þarf kannski að bæta þessu við,“ segir Fjölnir. Um er að ræða árshátíð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer laugardaginn 1. október. Veislustjórar eru skemmtikraftarnir Auddi og Steindi og Hreimur Örn Heimisson á að sjá um tónlistarflutning. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í morgun sagði Morgunblaðið frá því að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglumanna sem fer fram laugardaginn 1. október. Mennirnir voru handteknir á þriðjudaginn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að ekki sé búið að fresta árshátíðinni þrátt fyrir fregnirnar. Hann hafði ekki heyrt af mögulegri árás á árshátíðinni fyrr en blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í hann í gær. Skelfilegt ef satt reynist „Þetta er alveg ótrúlegar fréttir ef þeir ætluðu að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma. Það er algjörlega skelfilegt að hugsa til þess,“ segir Fjölnir í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að enn sé rúm vika í árshátíðina og því enn mögulegt að henni verði frestað. Í gær var greindi lögregla frá því að búið væri að ná utan um málið og því hefði almenningur ekkert að óttast. Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur heyrt í í gær og í dag séu mjög hissa. „Ég held að allri séu svolítið hissa á því að þessi dagur skyldi koma, að það sé hryðjuverkaógn á Íslandi. Þetta er svolítið árás á þjóðfélagsgerðina okkar. Ég held að fólk sé að spá í því. Hvort þurfi að breyta einhverju,“ segir Fjölnir. Í reglulegri skotþjálfun Á síðustu árum hefur þjálfun lögreglumanna verið tekin í gegn. Fjölnir segir lögreglumenn hafa fengið einhverja þjálfun í hvernig eigi að bregðast við hryðjuverkaógn en ekki setið almenn námskeið um málið. „Við erum í reglulegri skotþjálfun, lögreglumönnum er skipt í þjálfunarhópa sem æfa mismikið. Það er búið að taka þjálfun lögreglumanna mikið í gegn en það þarf kannski að bæta þessu við,“ segir Fjölnir. Um er að ræða árshátíð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer laugardaginn 1. október. Veislustjórar eru skemmtikraftarnir Auddi og Steindi og Hreimur Örn Heimisson á að sjá um tónlistarflutning.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04
Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent