Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2022 10:39 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. Í morgun sagði Morgunblaðið frá því að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglumanna sem fer fram laugardaginn 1. október. Mennirnir voru handteknir á þriðjudaginn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að ekki sé búið að fresta árshátíðinni þrátt fyrir fregnirnar. Hann hafði ekki heyrt af mögulegri árás á árshátíðinni fyrr en blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í hann í gær. Skelfilegt ef satt reynist „Þetta er alveg ótrúlegar fréttir ef þeir ætluðu að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma. Það er algjörlega skelfilegt að hugsa til þess,“ segir Fjölnir í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að enn sé rúm vika í árshátíðina og því enn mögulegt að henni verði frestað. Í gær var greindi lögregla frá því að búið væri að ná utan um málið og því hefði almenningur ekkert að óttast. Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur heyrt í í gær og í dag séu mjög hissa. „Ég held að allri séu svolítið hissa á því að þessi dagur skyldi koma, að það sé hryðjuverkaógn á Íslandi. Þetta er svolítið árás á þjóðfélagsgerðina okkar. Ég held að fólk sé að spá í því. Hvort þurfi að breyta einhverju,“ segir Fjölnir. Í reglulegri skotþjálfun Á síðustu árum hefur þjálfun lögreglumanna verið tekin í gegn. Fjölnir segir lögreglumenn hafa fengið einhverja þjálfun í hvernig eigi að bregðast við hryðjuverkaógn en ekki setið almenn námskeið um málið. „Við erum í reglulegri skotþjálfun, lögreglumönnum er skipt í þjálfunarhópa sem æfa mismikið. Það er búið að taka þjálfun lögreglumanna mikið í gegn en það þarf kannski að bæta þessu við,“ segir Fjölnir. Um er að ræða árshátíð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer laugardaginn 1. október. Veislustjórar eru skemmtikraftarnir Auddi og Steindi og Hreimur Örn Heimisson á að sjá um tónlistarflutning. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Í morgun sagði Morgunblaðið frá því að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglumanna sem fer fram laugardaginn 1. október. Mennirnir voru handteknir á þriðjudaginn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að ekki sé búið að fresta árshátíðinni þrátt fyrir fregnirnar. Hann hafði ekki heyrt af mögulegri árás á árshátíðinni fyrr en blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í hann í gær. Skelfilegt ef satt reynist „Þetta er alveg ótrúlegar fréttir ef þeir ætluðu að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma. Það er algjörlega skelfilegt að hugsa til þess,“ segir Fjölnir í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að enn sé rúm vika í árshátíðina og því enn mögulegt að henni verði frestað. Í gær var greindi lögregla frá því að búið væri að ná utan um málið og því hefði almenningur ekkert að óttast. Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur heyrt í í gær og í dag séu mjög hissa. „Ég held að allri séu svolítið hissa á því að þessi dagur skyldi koma, að það sé hryðjuverkaógn á Íslandi. Þetta er svolítið árás á þjóðfélagsgerðina okkar. Ég held að fólk sé að spá í því. Hvort þurfi að breyta einhverju,“ segir Fjölnir. Í reglulegri skotþjálfun Á síðustu árum hefur þjálfun lögreglumanna verið tekin í gegn. Fjölnir segir lögreglumenn hafa fengið einhverja þjálfun í hvernig eigi að bregðast við hryðjuverkaógn en ekki setið almenn námskeið um málið. „Við erum í reglulegri skotþjálfun, lögreglumönnum er skipt í þjálfunarhópa sem æfa mismikið. Það er búið að taka þjálfun lögreglumanna mikið í gegn en það þarf kannski að bæta þessu við,“ segir Fjölnir. Um er að ræða árshátíð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer laugardaginn 1. október. Veislustjórar eru skemmtikraftarnir Auddi og Steindi og Hreimur Örn Heimisson á að sjá um tónlistarflutning.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04
Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51