Vaktin: Sagðir hafa rætt um að fremja fjöldamorð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2022 10:16 Aðgerðir lögreglu á miðvikudag voru umfangsmiklar. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu vegna gruns um að einstaklingar sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum í vikunni, hafi verið með hryðjuverk í bígerð heldur áfram. Vísir fylgist með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni hér að neðan. Lögregla boðaði til blaðamannafundar í gær vegna málsins en rannsóknin er sögð á frumstigum. Lagt var hald á fjölda skotvopna, síma og tölva, sem nú verður rannsakaður. Fjórir voru handteknir og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, annar í viku og hinn í tvær vikur. Lögregla telur sig með aðgerðunum hafa afstýrt hryðjuverkaárás hér á landi. Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hafi rætt um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna í næstu viku. Rafræn gögn sýni samskipti á milli þeirra þar sem orðalagið „fjöldamorð“ var notað. Lögreglumenn, Alþingi og fleira hafi verið nefnt í því samhengi. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér og ekki gefið upp mikið um hina fyrirhuguðu árás sem sögð er hafa verið yfirvofandi. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að lögreglu hafi sett vörð um Alþingishúsið og þá greinir blaðið frá því að sjónir mannanna kunni að hafa beinst að árshátíð lögreglumanna, sem átti að fara fram í næstu viku. Vísir mun fylgjast með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni sem nálgast má hér að neðan. Þar munum við miðla því sem fram kemur um málið í dag.
Lögregla boðaði til blaðamannafundar í gær vegna málsins en rannsóknin er sögð á frumstigum. Lagt var hald á fjölda skotvopna, síma og tölva, sem nú verður rannsakaður. Fjórir voru handteknir og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, annar í viku og hinn í tvær vikur. Lögregla telur sig með aðgerðunum hafa afstýrt hryðjuverkaárás hér á landi. Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hafi rætt um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna í næstu viku. Rafræn gögn sýni samskipti á milli þeirra þar sem orðalagið „fjöldamorð“ var notað. Lögreglumenn, Alþingi og fleira hafi verið nefnt í því samhengi. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér og ekki gefið upp mikið um hina fyrirhuguðu árás sem sögð er hafa verið yfirvofandi. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að lögreglu hafi sett vörð um Alþingishúsið og þá greinir blaðið frá því að sjónir mannanna kunni að hafa beinst að árshátíð lögreglumanna, sem átti að fara fram í næstu viku. Vísir mun fylgjast með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni sem nálgast má hér að neðan. Þar munum við miðla því sem fram kemur um málið í dag.
Lögreglumál Lögreglan Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59
Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45
Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44