Bruggstofa og bjórbúð í húsi bindindismanna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. september 2022 18:23 Bruggfélagið segir framkvæmdir í fullum gangi. Facebook/RVK bruggfélag Hús bindindissamtakanna I.O.G.T. sem hýsti vinabæ í Skipholtinu var selt snemma á þessu ári. Í húsnæðinu mun nú opna bruggstofa og bjórbúð RVK bruggfélags. Bingó var starfrækt í Vinabæ frá árinu 1990 eða í 32 ár en síðasta bingóið í Vinabæ fór fram þann 28. Febrúar síðastliðinn. Mikil óánægja ríkti meðal bingóspilara og starfsmanna Vinabæjar með lokunina. Feðgarnir í Lumex, Helgi Kristinn Eiríksson og Ingi Már Helgason keyptu húsnæðið sem um ræðir að Skipholti 33. Þegar feðgarnir voru spurðir fyrr á árinu hvað tæki við í húsnæðinu virtust borgarbúar mega búast við nýjum samkomustað. „Ég held að með réttu samstarfsaðilunum og réttum hópi einstaklinga, getum við gert Tónabæ, Tónabíó, Vinabæ, að skemmtilegum samkomustað. Það eru þá meiri listviðburðir, tónleikar, og uppistand eða hvað sem kemur til,“ sagði Ingi Már Helgason. Nú hefur RVK Bruggfélag sent frá sér tilkynningu á Facebook þar sem kemur fram að framkvæmdir þeirra í húsnæðinu séu í fullum gangi. „Á næstu vikum færum við okkur upp í anddyri Tónabíós þar sem síðast var Vinabær, með stærri og veglegri bruggstofu og bjórbúð með ferskum nýjum dósum í alfaraleið,“ segir í tilkynningunni. Bruggfélagið segir Tónabíó hafa verið goðsagnakennt en þeir muni leggja sig fram við endurvekja „forna frægð“ hússins og gera að flottum samkomustað. Bjórinn á staðnum verði bæði á krana og í dósum. Bruggstofa bruggfélagsins á Snorrabraut muni loka nú á föstudag. Reykjavík Áfengi og tóbak Veitingastaðir Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Bingóspilarar einróma um lokun Vinabæjar: „Ömurlegt!“ Hinsta bingóið í Vinabæ stendur nú yfir. Eftir bingóið í kvöld verður dyrum bingósalsins vinsæla lokað fyrir fullt og allt. Bingóspilarar eru ekki kátir með breytingarnar. 28. febrúar 2022 19:29 Fjáröflunin í Vinabæ snerist upp í andhverfu sína eftir hrunið Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar sem stóð fyrir bingókvöldum í Skipholti 33 í rúma þrjá áratugi, segir marga ekki gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Þar séu margir einstæðingar og hluti þeirra sem sótt hafi bingó í Vinabæ hafi varla farið út fyrir hússins dyr, nema til að fara í bingó. 2. mars 2022 15:35 Nýir eigendur ætla alls ekki að byggja blokk eða reisa hótel Höfuðvígi íslensks bingós til áratuga verður fjölnota samkomustaður eftir breytingar nýrra eigenda. Þeir útiloka ekki að þar verði hægt að spila bingó. 2. mars 2022 23:31 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Bingó var starfrækt í Vinabæ frá árinu 1990 eða í 32 ár en síðasta bingóið í Vinabæ fór fram þann 28. Febrúar síðastliðinn. Mikil óánægja ríkti meðal bingóspilara og starfsmanna Vinabæjar með lokunina. Feðgarnir í Lumex, Helgi Kristinn Eiríksson og Ingi Már Helgason keyptu húsnæðið sem um ræðir að Skipholti 33. Þegar feðgarnir voru spurðir fyrr á árinu hvað tæki við í húsnæðinu virtust borgarbúar mega búast við nýjum samkomustað. „Ég held að með réttu samstarfsaðilunum og réttum hópi einstaklinga, getum við gert Tónabæ, Tónabíó, Vinabæ, að skemmtilegum samkomustað. Það eru þá meiri listviðburðir, tónleikar, og uppistand eða hvað sem kemur til,“ sagði Ingi Már Helgason. Nú hefur RVK Bruggfélag sent frá sér tilkynningu á Facebook þar sem kemur fram að framkvæmdir þeirra í húsnæðinu séu í fullum gangi. „Á næstu vikum færum við okkur upp í anddyri Tónabíós þar sem síðast var Vinabær, með stærri og veglegri bruggstofu og bjórbúð með ferskum nýjum dósum í alfaraleið,“ segir í tilkynningunni. Bruggfélagið segir Tónabíó hafa verið goðsagnakennt en þeir muni leggja sig fram við endurvekja „forna frægð“ hússins og gera að flottum samkomustað. Bjórinn á staðnum verði bæði á krana og í dósum. Bruggstofa bruggfélagsins á Snorrabraut muni loka nú á föstudag.
Reykjavík Áfengi og tóbak Veitingastaðir Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Bingóspilarar einróma um lokun Vinabæjar: „Ömurlegt!“ Hinsta bingóið í Vinabæ stendur nú yfir. Eftir bingóið í kvöld verður dyrum bingósalsins vinsæla lokað fyrir fullt og allt. Bingóspilarar eru ekki kátir með breytingarnar. 28. febrúar 2022 19:29 Fjáröflunin í Vinabæ snerist upp í andhverfu sína eftir hrunið Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar sem stóð fyrir bingókvöldum í Skipholti 33 í rúma þrjá áratugi, segir marga ekki gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Þar séu margir einstæðingar og hluti þeirra sem sótt hafi bingó í Vinabæ hafi varla farið út fyrir hússins dyr, nema til að fara í bingó. 2. mars 2022 15:35 Nýir eigendur ætla alls ekki að byggja blokk eða reisa hótel Höfuðvígi íslensks bingós til áratuga verður fjölnota samkomustaður eftir breytingar nýrra eigenda. Þeir útiloka ekki að þar verði hægt að spila bingó. 2. mars 2022 23:31 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40
Bingóspilarar einróma um lokun Vinabæjar: „Ömurlegt!“ Hinsta bingóið í Vinabæ stendur nú yfir. Eftir bingóið í kvöld verður dyrum bingósalsins vinsæla lokað fyrir fullt og allt. Bingóspilarar eru ekki kátir með breytingarnar. 28. febrúar 2022 19:29
Fjáröflunin í Vinabæ snerist upp í andhverfu sína eftir hrunið Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar sem stóð fyrir bingókvöldum í Skipholti 33 í rúma þrjá áratugi, segir marga ekki gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Þar séu margir einstæðingar og hluti þeirra sem sótt hafi bingó í Vinabæ hafi varla farið út fyrir hússins dyr, nema til að fara í bingó. 2. mars 2022 15:35
Nýir eigendur ætla alls ekki að byggja blokk eða reisa hótel Höfuðvígi íslensks bingós til áratuga verður fjölnota samkomustaður eftir breytingar nýrra eigenda. Þeir útiloka ekki að þar verði hægt að spila bingó. 2. mars 2022 23:31