Stærsta sjóðastýringarfyrirtæki heims keypti í Marel fyrir á fjórða milljarð
![Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.](https://www.visir.is/i/8FE67DC9E58051DAA6C3E97DB63196E74EF82992FACAB149E3E71BA3CD003749_713x0.jpg)
Vísitölusjóðir bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Vanguard keyptu nánast öll þau bréf í Marel sem voru seld í sérstöku lokunaruppboði í Kauphöllinni síðasta föstudag í aðdraganda þess að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE vísitölufyrirtækinu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/953092D6A8B3193B56336E2C9AA389ABC60C95DC7E461E64F19D3279C4E3A4C1_308x200.jpg)
Undirbúningur sjóða sem seldu íslensku bréfin „langur og vel skipulagður“
Ótti innlendra fjárfesta um að það sé talsvert uppsafnað framboð af hlutabréfum sem ekki hafi náðst að selja á þeim verðum þegar erlendir vísitölusjóðir komu inn á markaðinn í uppboði eftir lokun Kauphallarinnar síðasta föstudag skýrir meðal annars það verðfall sem hefur orðið á bréfum flestra skráða félaga í vikunni.