Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 11:35 Benedikt Rafn Rafnsson, birtingarráðgjáfi hjá Aton/JL. úr einkasafni Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt. Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Neytendasamtökin skoruðu í gær á Persónuvernd að banna notkun Google Analytics hér á landi tafarlaust og fara þannig að fordæmi Dana. Frændur okkar Danir stigu skrefið í kjölfar þess að Austurríkismenn, Frakkar og Ítalir bönnuðu forritið vegna skilmála þess en sú vinnsla á persónuupplýsingum sem þar fer fram samrýmist ekki persónuverndarreglugerð ESB. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna nota nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir Google Analytics, þar á meðal Alþingi. Forritið mælir heimsóknir notenda á heimasíður, eins og Benedikt Rafn Rafnsson birtingaráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton/JL, lýsir því. „Google Analytics getur mælt hvaðan hemsóknir koma, frá hvaða löndum eða landshlutum, úr hvernig tækjum er verið að skoða heimasíðuna. Og er líka tól til að bæta virkni vefauglýsinga fyrirtækja,“ segir Benedikt. Vefsölufyrirtæki í sérlega erfiðri stöðu Hann segir að bann hefði víðtæk áhrif, myndi þrengja að fyrirtækjum. „Hvað fyrirtæki geta gert til að bæta sínar heimasíður, til að bæta notendaupplifun og fylgjast með því hvað er að virka.“ Yrði þetta högg fyrir marga? „Já, það má reikna með því. Sérstaklega þá sem stóla á vefsölu og sníða lendingarsíður og vefauglýsingar að því og láta virka sem best. Þarna er búið að taka mjög mikilvægt tól úr höndum fyrirtækjanna,“ segir Benedikt. Bannið gæti haft í för með sér fjárhagslegt tjón, einkum fyrir áðurnefnd fyrirtæki sem stóli á vefsölu. Ákall Neytendasamtakanna komi jafnframt ekki eins og þruma úr heiðskiru lofti - fregnir af þróun mála í Evrópu hafi borist til Íslands. „Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum heyrt en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Þetta er eitthvað sem hefði mikil áhrif á fyrirtæki sem reka heimasíður á Íslandi,“ segir Benedikt.
Tækni Google Persónuvernd Neytendur Tengdar fréttir Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi. 22. september 2022 06:51