Kaþólikkar orðnir fleiri en mótmælendur á Norður-Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 10:35 Prúðbúnir hirðverðir ganga um götur nærri Hillsborough-kastala á Norður-Írlandi í tengslum við opinbera heimsókn Karls þriðja þangað í síðustu viku. Minnihluti Norður-Íra lítur nú á sig sem mótmælendur í fyrsta skipti. Vísir/EPA Fleiri Norður-Írar telja sig nú kaþólikka en mótmælendur í fyrsta skipti samkvæmt nýbirtu manntali. Tölurnar eru taldar verða vatn á myllu þeirra sem berjast fyrir sameiningu Írlands. Samkvæmt manntalinu telja 45,7% Norður-Íra sig kaþólikka eða segjast hafa alist upp í kaþólskri trú en 43,5% telja sig mótmælendur. Fyrir áratug töldu 48,4% sig mótmælendur en 45,1% kaþólikka. Þá hefur Norður-Írum sem líta á sig sem Breta eingöngu fækkað. Nú telja 31,9% sig aðeins Breta, 29,1% telja sig Íra en 19,8% líta fyrst og fremst á sig sem Norður-Íra. Manntalið nú er það fyrsta sem var gert eftir að Bretar greiddu atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Norður-Írland var stofnað árið 1921 þegar Írland hlaut sjálfstæði. Þar voru svokallaðir sambandssinnar sem vildu halda áfram til heyra Bretlandi í meirihluta, aðallega afkomendur breskra landnema af mótmælendatrú. Við stofnun voru tveir af hverjum þremur Norður-Írum mótmælendur en einn af hverjum þremur kaþólikki. Lýðfræðingar hafa lengi spáð því að kaþólikkar yrðu fjölmennasti hópurinn á Norður-Írlandi. Fæðingartíðni er hærri á meðal þeirra og meðalaldur lægri en mótmælenda. Í manntalinu árið 2011 mældust mótmælendur í fyrsta skipti innan við helmingur þjóðarinnar þó að þeir væru enn fjölmennari en kaþólikkar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Enda McClafferty, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC á Norður-Írlandi, segir að þeir sem berjast fyrir því að Norður-Írland verði sameinað Írlandi muni lýsa niðurstöðum manntalsins sem vatnaskilum. Sambandssinnar muni aftur á móti benda á að vaxandi hlutfall kaþólikka líti á sig sem Norður-Íra sem kunni ágætlega við sig í sambandi við Bretland. Norður-Írland Trúmál Bretland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Samkvæmt manntalinu telja 45,7% Norður-Íra sig kaþólikka eða segjast hafa alist upp í kaþólskri trú en 43,5% telja sig mótmælendur. Fyrir áratug töldu 48,4% sig mótmælendur en 45,1% kaþólikka. Þá hefur Norður-Írum sem líta á sig sem Breta eingöngu fækkað. Nú telja 31,9% sig aðeins Breta, 29,1% telja sig Íra en 19,8% líta fyrst og fremst á sig sem Norður-Íra. Manntalið nú er það fyrsta sem var gert eftir að Bretar greiddu atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. Norður-Írland var stofnað árið 1921 þegar Írland hlaut sjálfstæði. Þar voru svokallaðir sambandssinnar sem vildu halda áfram til heyra Bretlandi í meirihluta, aðallega afkomendur breskra landnema af mótmælendatrú. Við stofnun voru tveir af hverjum þremur Norður-Írum mótmælendur en einn af hverjum þremur kaþólikki. Lýðfræðingar hafa lengi spáð því að kaþólikkar yrðu fjölmennasti hópurinn á Norður-Írlandi. Fæðingartíðni er hærri á meðal þeirra og meðalaldur lægri en mótmælenda. Í manntalinu árið 2011 mældust mótmælendur í fyrsta skipti innan við helmingur þjóðarinnar þó að þeir væru enn fjölmennari en kaþólikkar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Enda McClafferty, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC á Norður-Írlandi, segir að þeir sem berjast fyrir því að Norður-Írland verði sameinað Írlandi muni lýsa niðurstöðum manntalsins sem vatnaskilum. Sambandssinnar muni aftur á móti benda á að vaxandi hlutfall kaþólikka líti á sig sem Norður-Íra sem kunni ágætlega við sig í sambandi við Bretland.
Norður-Írland Trúmál Bretland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira