Opnað á umfjöllun um tjón Eyvindartungubænda Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 11:30 Hluti vegfyllingar við Lyngdalsheiði gaf sig í apríl 2019. Bændur á Eyvindartungu segja að efni hafi farið með ánni og í uppistöðulón og valdið þar tjóni á virkjun í þeirra eigu. Jón Snæbjörnsson Landsréttur hefur úrskurðað að mál bænda að Eyvindartungi í Bláskógabyggð gegn Vegagerðinni, sem höfðað var vegna aurskriðu sem féll á lóð þeirra við veginn um Lyngdalsheiði, skuli tekið til efnislegrar meðferðar í héraði. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður vísað málinu frá dómi. Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins. Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Deilan snýr að því að bændur að Eyvindartungu, skammt frá Laugarvatni, telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar, þar sem vegurinn liggur yfir Sandá, hafi gefið sig í apríl 2019. Jarðefni hafi þá runnið niður í farveg árinnar og valdið skemmdum á landi og mannvirkjum í þeirra eigu. Bændurnir segja að hluti jarðefnisins hafi borist niður í uppistöðulón tveggja vatnsaflsvirkjana í eigu þeirra. Til að ná fyrri rekstrar-og miðlunarskilyrðum fyrir umrædda virkjun, Sandárvirkjun V, hafi þurft að fjarlægja umframefni sem barst í lónið við úrrennslið og hafi heildarkostnaður af framkvæmdinni verið talinn nema um tíu milljónum króna. Landsréttur ósammála héraðsdómi Héraðsdómur Suðurlands ákvað í sumar að vísa málinu frá dómi á þeim grunni að stefnendur hafi ekki sýnt nægilega fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni í skilninga laga um meðferð einkamála og að skilyrði fyrir málshöfðun vegna viðurkenningar á bótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá var bændunum gert að greiða Vegagerðinni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið.Jón Snæbjörnsson Landsréttur var hins vegar ósammála niðurstöðu héraðsdóms og taldi Eyvindartunga ehf hafa leitt að því nægar líkur að þau hafi orðið fyrir fjártjóni vegna aurskriðunnar. Því var talið að skilyrði fyrir því að taka viðurkenningarkröfuna til efnislegrar umfjöllunar væru uppfyllt. Hinn kærði úrskurður því því felldur úr gildi. Segja veginn ekki rétt hannaðan Eyvingartungubændur telja ljóst að Vegagerðin beri ábyrgð á tjóninu þar sem vegurinn, sem opnaður var árið 2010, hafi ekki verið rétt hannaður og að það, auk frágangs verksins, hafi orsakað tjónið. Vildu þeir meina að hönnuðum og framkvæmdaaðilum eigi ekki að hafa dulist að í vegstæðinu, og þar í kring, hafi verið vatnsuppsprettur og að huga hafi þurft að því við gerð vegarins.
Dómsmál Samgöngur Vegagerð Bláskógabyggð Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira