Talaði við fjölskylduna, fór til Noregs og þeim leist best á mig Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 09:00 Sander Sagosen er aðalmaður norska landsliðsins og leikmaður Kiel en mun halda heim til nýja ofurliðsins í Noregi, Kolstad, á næsta ári. Getty/Nikola Krstic Tvær af allra stærstu handboltastjörnum heims eru í hópi skjólstæðinga umboðsmannsins Arnars Freys Theodórssonar sem var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni. Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira