Talaði við fjölskylduna, fór til Noregs og þeim leist best á mig Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 09:00 Sander Sagosen er aðalmaður norska landsliðsins og leikmaður Kiel en mun halda heim til nýja ofurliðsins í Noregi, Kolstad, á næsta ári. Getty/Nikola Krstic Tvær af allra stærstu handboltastjörnum heims eru í hópi skjólstæðinga umboðsmannsins Arnars Freys Theodórssonar sem var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni. Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira