„Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 14:01 Lyfjaskortur getur reglulega komið upp en fyrr á árinu var til að mynda skortur á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir mikilvægt að koma í veg fyrir lyfjaskort á landinu eftir að greint var frá því fyrr á árinu að skortur væri á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Um sé að ræða viðvarandi verkefni og unnið sé að umbótum á ýmsum sviðum. Bæta þurfi meðal annars upplýsingamiðlun til stofnana og heilbrigðisstarfsmanna og auka samstarf við Norðurlöndin. Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik. Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik.
Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira