Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 08:33 Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta. epa/Philip Davali Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Vladimír Pútín Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira