Hann segir að fyrsta skrefið sé að kaupa líkamsræktarkort í World Class. „Síðan er það bara að hætta að vorkenna sér og hafa smá sjálfsaga,“ segir Gummi Emil. Hann segir að allt of margir mæti í byrjun vikunnar en ekki í lok vikunnar, þá séu miklu færri í ræktinni.
„Tvisvar í viku lágmark.“
Gummi Emil segir mikilvægt að taka allt til daginn áður, æfingarfötin og annað sem þarf.
„Síðan er það að drekka miklu meira vatn. Maður er í sjúkum vatnsskorti þegar þú vaknar, flestir eru að klikka á þessu,“ segir þjálfarinn meðal annars í þættinum.
„Númer eitt, borða meira og taka salt.“
Umræðuna um listann má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.