Fjórtán ára með falsað ökuskírteini Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2022 07:27 Það var nóg að gera hjá lögreglu í gær og í gærnótt. Vísir/Vilhelm Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í miðbænum hringdi vitni að rafskútuslysi í lögreglu en þá hafði 66 ára gamall maður dottið af rafskútu sinni og á húsvegg. Talið er að hann hafi misst meðvitund í kjölfar þess og hlaut blæðingu úr nefi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild þar sem hann hlaut aðhlynningu. Tvö önnur slys tengd rafskútum urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan rúmlega fimm þegar bifreið var ekið á ellefu ára dreng á skútu sinni. Móðir drengsins var á vettvangi ásamt lögreglu en hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Klukkan fjögur í nótt datt ungur maður af rafskútu sinni og fékk áverka á augabrún. Þegar hann ræddi við lögreglu mundi hann lítið hvað hafði gerst og var fluttur á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um fíkniefni sem höfðu fundist á leikvelli. Vegfarendur afhentu lögreglu fíkniefnin í nestisboxi en þau eru talin tilheyra ungmennum sem venja komur sínar þangað. Þá var tilkynnt um þjófnað í Hafnarfirði en maður fór inn á hótel og stal yfirhöfn og farsíma af starfsmanni. Í yfirhöfn starfsmannsins voru einnig bíllyklar hans. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás á starfsmann pizzuveitingastaðar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en ekki er vitað um áverka hjá starfsmanninum. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í miðbænum hringdi vitni að rafskútuslysi í lögreglu en þá hafði 66 ára gamall maður dottið af rafskútu sinni og á húsvegg. Talið er að hann hafi misst meðvitund í kjölfar þess og hlaut blæðingu úr nefi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild þar sem hann hlaut aðhlynningu. Tvö önnur slys tengd rafskútum urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan rúmlega fimm þegar bifreið var ekið á ellefu ára dreng á skútu sinni. Móðir drengsins var á vettvangi ásamt lögreglu en hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Klukkan fjögur í nótt datt ungur maður af rafskútu sinni og fékk áverka á augabrún. Þegar hann ræddi við lögreglu mundi hann lítið hvað hafði gerst og var fluttur á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um fíkniefni sem höfðu fundist á leikvelli. Vegfarendur afhentu lögreglu fíkniefnin í nestisboxi en þau eru talin tilheyra ungmennum sem venja komur sínar þangað. Þá var tilkynnt um þjófnað í Hafnarfirði en maður fór inn á hótel og stal yfirhöfn og farsíma af starfsmanni. Í yfirhöfn starfsmannsins voru einnig bíllyklar hans. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás á starfsmann pizzuveitingastaðar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en ekki er vitað um áverka hjá starfsmanninum.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira