Heimir um að fara úr Persaflóa til Jamaíka: „Það sem er bannað þar er leyfilegt hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 14:31 Heimir náði frábærum árangri sem þjálfari Íslands. Getur hann endurtekið leikinn með Jamaíka? VI Images/Getty Images Heimir Hallgrímsson var tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka í gærkvöld, föstudag. Þetta hafði legið lengi í loftinu en í gær var tilkynnt að Heimir myndi þjálfa liðið næstu fjögur árin. Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“ Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni Sjá meira
Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni Sjá meira