Tekst Fram eða Keflavík að komast upp í efri hlutann? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 10:01 Fram fær Keflavík í heimsókn í dag. Vísir/Diego Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta fer fram í dag. Eftir umferð dagsins verður deildinni skipt upp og leikið um Íslandsmeistaratitilinn annars vegar og hvaða lið falla hins vegar. Töluverð spenna er fyrir umferðinni sem verður flautuð á klukkan 14.00. Segja má að helsta spennan sé í Úlfarsárdal þar sem Fram tekur á móti Keflavík. Staðan þar er nokkuð einföld, liðið sem vinnur á möguleika á að enda í efri hluta deildarinnar og geta þannig haft áhrif á hvaða lið verður Íslandsmeistari. Liðið sem tapar verður í neðri hlutanum og hefur tæknilega séð ekki að það miklu að keppa þar sem það eru litlar líkur á að liðið sogist niður í fallbaráttuna. Fari svo að Stjarnan, sem er í frjálsu falli eftir fimm tapleiki í röð, vinni FH þá skiptir engu máli hvernig leikur Fram og Keflavíkur fer. Miðað við gengi bæði Stjörnunnar og FH að undanförnu þá eru heimamenn ekki líklegir til árangurs en liðið vann síðast leik þann 7. ágúst þegar topplið Breiðabliks lá í valnum. Toppliðið fær ÍBV í heimsókn en Blikar hafa hikstað að undanförnu og tapað tveimur af síðustu þremur leikjum í öllum keppnum. Misstigi liðið sig hér þá gefur það bæði KA og Víking aukna trú í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Með sigri fara Blikar upp í 51 stig og tryggja sér þar með að lágmarki sex stiga forystu áður en úrslitakeppnin hefst. Víkingur tekur á móti KR á heimavelli hamingjunnar í Fossvogi á meðan Valur fær KA í heimsókn. Á Akranesi er svo sannkallaður sex stiga leikur þar sem botnlið ÍA fær Leikni Reykjavík í heimsókn. ÍA fer upp fyrir Leikni með sigri en gestirnir úr Breiðholti gætu sent FH-inga niður í fallsæti með sigri, það er ef FH tapar gegn Stjörnunni. Það má reikna með gríðarlega spennandi umferð sem hefst eins og áður sagði klukkan 14.00. Stúkan verður með svokallað „Red Zone“ þar sem fylgst verður með öllu sem gerist í leikjum dagsins í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Fram og Keflavíkur verður svo í beinni á Sport 2 á meðan leikur Vals og KA verður á Sport 4. Öll umferðin verður svo gerð upp klukkan 20.00 þegar Stúkan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Fram Keflavík ÍF Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Segja má að helsta spennan sé í Úlfarsárdal þar sem Fram tekur á móti Keflavík. Staðan þar er nokkuð einföld, liðið sem vinnur á möguleika á að enda í efri hluta deildarinnar og geta þannig haft áhrif á hvaða lið verður Íslandsmeistari. Liðið sem tapar verður í neðri hlutanum og hefur tæknilega séð ekki að það miklu að keppa þar sem það eru litlar líkur á að liðið sogist niður í fallbaráttuna. Fari svo að Stjarnan, sem er í frjálsu falli eftir fimm tapleiki í röð, vinni FH þá skiptir engu máli hvernig leikur Fram og Keflavíkur fer. Miðað við gengi bæði Stjörnunnar og FH að undanförnu þá eru heimamenn ekki líklegir til árangurs en liðið vann síðast leik þann 7. ágúst þegar topplið Breiðabliks lá í valnum. Toppliðið fær ÍBV í heimsókn en Blikar hafa hikstað að undanförnu og tapað tveimur af síðustu þremur leikjum í öllum keppnum. Misstigi liðið sig hér þá gefur það bæði KA og Víking aukna trú í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Með sigri fara Blikar upp í 51 stig og tryggja sér þar með að lágmarki sex stiga forystu áður en úrslitakeppnin hefst. Víkingur tekur á móti KR á heimavelli hamingjunnar í Fossvogi á meðan Valur fær KA í heimsókn. Á Akranesi er svo sannkallaður sex stiga leikur þar sem botnlið ÍA fær Leikni Reykjavík í heimsókn. ÍA fer upp fyrir Leikni með sigri en gestirnir úr Breiðholti gætu sent FH-inga niður í fallsæti með sigri, það er ef FH tapar gegn Stjörnunni. Það má reikna með gríðarlega spennandi umferð sem hefst eins og áður sagði klukkan 14.00. Stúkan verður með svokallað „Red Zone“ þar sem fylgst verður með öllu sem gerist í leikjum dagsins í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Fram og Keflavíkur verður svo í beinni á Sport 2 á meðan leikur Vals og KA verður á Sport 4. Öll umferðin verður svo gerð upp klukkan 20.00 þegar Stúkan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Fram Keflavík ÍF Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira