Reikna með að verðbólgan mjakist niður á við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2022 10:36 Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga sé á niðurleið. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga muni mælast 9,6 prósent í september. Gangi það eftir telur hagfræðideildin að það sé frekari staðfesting þess að verðbólga hafi náð hámarki hér á landi. Verðbólgan fór hæst í 9,9 prósent í júlí eftir töluverðan upphækkunartakt síðustu misseri. Í ágúst fór verðbólgan hins vegar að mjakast niður á við og mældist verðbólgan þá 9,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur að almennt verðlag hækki um 0,35 prósent á milli ágúst og september. „Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi,“ segir í spá bankans. Samkvæmt spá bankans verður stærsti áhrifaþátturinn til hækkunar verðlags í september matur og drykkjarvörur sem við gerum ráð fyrir að hækki um 1,2%. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun er fyrst og fremst hækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Þá telur hagfræðideidin að merki séu um kólnun á fasteignamarkaði. „Líklegt er að miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði séu að baki og við taki mun hóflegri hækkanir. Við spáum því að vísitala íbúðaverðs hækki um 0,6% á næstu mánuðum en það yrðu mun minni hækkanir en verið hefur. Slíkar hækkanir yrðu einnig í meira samræmi við sögulega verðþróun á markaðnum.“ Er það mat bankans að verðbólgan hafi náð hámarki og munu fara lækkandi næstu mánuði. Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna.Vísir/Vilhelm „Frá því í vor höfum við spáð því að verðbólga myndi ná hámarki síðsumars og síðan myndi taka við hæg hjöðnun hennar. Þetta hefur gengið eftir og erum við enn þá þeirri skoðun að verðbólga muni hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Þannig spáum við 9,3% verðbólgu í október, 8,9% í nóvember og 8,8% í desember. Helstu óvissuþættirnir í spánni snúa að gengisþróun krónunnar, heimsmarkaðsverði á olíu og síðast en ekki síst fasteignamarkaði. Verði önnur þróun á þessum liðum en við gerum ráð fyrir verður verðbólga önnur en við spáum.“ Lesa má greiningu bankans hér. Verðlag Íslenskir bankar Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58 Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Verðbólgan fór hæst í 9,9 prósent í júlí eftir töluverðan upphækkunartakt síðustu misseri. Í ágúst fór verðbólgan hins vegar að mjakast niður á við og mældist verðbólgan þá 9,7 prósent. Hagfræðideild Landsbankans telur að almennt verðlag hækki um 0,35 prósent á milli ágúst og september. „Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi,“ segir í spá bankans. Samkvæmt spá bankans verður stærsti áhrifaþátturinn til hækkunar verðlags í september matur og drykkjarvörur sem við gerum ráð fyrir að hækki um 1,2%. Ástæðan fyrir svo mikilli hækkun er fyrst og fremst hækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Þá telur hagfræðideidin að merki séu um kólnun á fasteignamarkaði. „Líklegt er að miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði séu að baki og við taki mun hóflegri hækkanir. Við spáum því að vísitala íbúðaverðs hækki um 0,6% á næstu mánuðum en það yrðu mun minni hækkanir en verið hefur. Slíkar hækkanir yrðu einnig í meira samræmi við sögulega verðþróun á markaðnum.“ Er það mat bankans að verðbólgan hafi náð hámarki og munu fara lækkandi næstu mánuði. Fasteignamarkaðurinn virðist vera farinn að kólna.Vísir/Vilhelm „Frá því í vor höfum við spáð því að verðbólga myndi ná hámarki síðsumars og síðan myndi taka við hæg hjöðnun hennar. Þetta hefur gengið eftir og erum við enn þá þeirri skoðun að verðbólga muni hjaðna hægt og bítandi á næstu mánuðum. Þannig spáum við 9,3% verðbólgu í október, 8,9% í nóvember og 8,8% í desember. Helstu óvissuþættirnir í spánni snúa að gengisþróun krónunnar, heimsmarkaðsverði á olíu og síðast en ekki síst fasteignamarkaði. Verði önnur þróun á þessum liðum en við gerum ráð fyrir verður verðbólga önnur en við spáum.“ Lesa má greiningu bankans hér.
Verðlag Íslenskir bankar Landsbankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58 Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Verðbólgan ein sú lægsta í Evrópu Verðbólgan á Íslandi er ein sú lægsta meðal Evrópuríkja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag. Þó er mikilvægt að standa vörð um hana. 12. september 2022 09:58
Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. 12. september 2022 10:22
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55