Halla nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 20:44 Halla er nýr forstjóri SH. Sóltún Halla Thoroddsen er nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu ehf. (SH). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sóltúns. Þar segir að dótturfyrirtæki SH séu Sóltún öldrunarþjónusta ehf. og Öldungur ehf. en Halla var áður framkvæmdastjóri fyrrnefnda félagsins, sem rekur Sólvang hjúkrunarheimili, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur á Sólvangi. Anna Birna Jensdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH. Þórir Kjartansson sem hefur verið stjórnarformaður Öldungs undanfarin 13 ár mun víkja sem stjórnarformaður en sitja áfram í stjórn félagsins ásamt Arnari Þórissyni. Anna Birna Jensdóttir (t.v.) sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH.Sóltún „Það er að okkar mati kominn tími til að sameina rekstur fyrirtækja okkar í öldrunarþjónustu undir eina stjórn. Með þessum breytingum búum við til enn sterkara teymi stjórnenda sem getur stýrt fyrirtækjum Sóltúns heilbrigðisþjónustu í gegnum þann vöxt sem er framundan. Ég er mjög stoltur af þeim öfluga mannauði sem starfar hjá fyrirtækjum okkar í öldrunarþjónustu og hafa sýnt það og sannað að þar er ávallt veitt gæða þjónusta en þjónusta við íbúana og velferð þeirra er ávallt höfð í fyrirrúmi“ er haft eftir Þóri Kjartanssyni í tilkynningunni. Íslensk fjárfesting ehf. og Hjúkrunarmat og ráðgjöf ehf. eiga sameiginlega SH sem veitir ríkinu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Íslensk fjárfesting sem er félag í eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar á 90% hlut í SH en Hjúkrunarmat og Ráðgjöf er 10% hluthafi í SH. Eigandi Hjúkrunarmats og Ráðgjafar ehf. er Anna Birna Jensdóttir. Með þessum breytingum er tekið fyrsta skrefið í að efla og samþætta betur þá þjónustu sem félögin veita, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er trú okkar að með því að samþætta þjónustu svo sem hjúkrun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, rekstur eldhúss, innkaup, fjármál og fleira þá muni þjónustan verða betri, sem íbúar og starfsfólk mun njóta góðs af og í leiðinni verður mun meiri sérhæfing á ýmsum sviðum“, segir Halla Thoroddsen forstjóri SH,“ er haft eftir Höllu. Vistaskipti Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Þar segir að dótturfyrirtæki SH séu Sóltún öldrunarþjónusta ehf. og Öldungur ehf. en Halla var áður framkvæmdastjóri fyrrnefnda félagsins, sem rekur Sólvang hjúkrunarheimili, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur á Sólvangi. Anna Birna Jensdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH. Þórir Kjartansson sem hefur verið stjórnarformaður Öldungs undanfarin 13 ár mun víkja sem stjórnarformaður en sitja áfram í stjórn félagsins ásamt Arnari Þórissyni. Anna Birna Jensdóttir (t.v.) sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH.Sóltún „Það er að okkar mati kominn tími til að sameina rekstur fyrirtækja okkar í öldrunarþjónustu undir eina stjórn. Með þessum breytingum búum við til enn sterkara teymi stjórnenda sem getur stýrt fyrirtækjum Sóltúns heilbrigðisþjónustu í gegnum þann vöxt sem er framundan. Ég er mjög stoltur af þeim öfluga mannauði sem starfar hjá fyrirtækjum okkar í öldrunarþjónustu og hafa sýnt það og sannað að þar er ávallt veitt gæða þjónusta en þjónusta við íbúana og velferð þeirra er ávallt höfð í fyrirrúmi“ er haft eftir Þóri Kjartanssyni í tilkynningunni. Íslensk fjárfesting ehf. og Hjúkrunarmat og ráðgjöf ehf. eiga sameiginlega SH sem veitir ríkinu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Íslensk fjárfesting sem er félag í eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar á 90% hlut í SH en Hjúkrunarmat og Ráðgjöf er 10% hluthafi í SH. Eigandi Hjúkrunarmats og Ráðgjafar ehf. er Anna Birna Jensdóttir. Með þessum breytingum er tekið fyrsta skrefið í að efla og samþætta betur þá þjónustu sem félögin veita, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er trú okkar að með því að samþætta þjónustu svo sem hjúkrun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, rekstur eldhúss, innkaup, fjármál og fleira þá muni þjónustan verða betri, sem íbúar og starfsfólk mun njóta góðs af og í leiðinni verður mun meiri sérhæfing á ýmsum sviðum“, segir Halla Thoroddsen forstjóri SH,“ er haft eftir Höllu.
Vistaskipti Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira