Opnuðu Hlöllastað í kyrrþey og koma upp mathöll við Smáralind Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2022 07:01 Staðurinn í Öskjuhlíð, við Bústaðaveg, hefur verið opinn frá því í maí. Það er þó ekki komin endanleg mynd á ásýnd hans og reksturinn komst á almennilegt skrið með haustinu. Vísir/Vilhelm Hlöllabátar hafa opnað útibú í Öskjuhlíð við Bústaðaveg, í húsi sem staðið hefur autt um nokkra hríð. Framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. segir ekki hafa farið mikið fyrir opnuninni í maí, en nú sé rekstur staðarins að komast á mikið skrið. Þá stefnir félagið að opnun lítillar Mathallar við Smáralind. „Við tókum bara svona „soft opening“ í maí. Svo verða Nútrí Açaí líka þarna með útibú. Þau eru að fara að opna núna í næstu viku, ef allt gengur upp. Þannig að þá verður þetta komið á fullt skrið. Það er búið að gera voða flott þarna,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar, þó opnun staðarins hafi lítið sem ekkert verið auglýst. „Það er gríðarleg uppbygging á svæðinu þarna í kring, og svo er Háskólinn í Reykjavík þarna rétt hjá. Viðtökurnar hafa verið miklu betri en við þorðum að vona,“ segir Jón Friðrik. Fyrir utan staðinn eru sjálfsafgreiðsludælur frá Orkunni, sem Hlöllabátar leigja húsnæðið af. Jón Friðrik segir marga skjótast inn og grípa sér bát þegar dælt er á bílinn. Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Hlöllabáta.Aðsend Mikill áhugi Jón Friðrik segir að ljóst sé að opnunin í maí hafi farið fram hjá mörgum til að byrja með. „Það er það sem við erum helst að eiga við núna. Bæði þessi flöskuháls sem myndaðist í Covid og vegna stríðsins, þá eru aðföng sem eru miklu lengur á leiðinni, þannig að bara það að geta sett upp okkar merki á húsið hefur tekið töluverðan tíma. Eins aðkoman að húsinu, við erum að reyna að breyta henni og gera svolítið kósí og flott, og erum að vinna í því þessa dagana,“ segir Jón Friðrik. Þá séu Hlöllabátar fyrst núna að auglýsa opnun nýja staðarins. „Þetta er svona að springa út núna, við erum að finna fyrir aukinni aðsókn. Þetta voru mikið túristar í sumar, en núna með haustinu er þetta meira innlent og töluverð aukning á viðskiptum. Við erum bara gríðarlega sátt.“ Hann segir að efasemdarraddir hafi komið upp um staðsetninguna, þar sem húsið hefur staðið autt í fjölmörg ár, auk þess sem staðsetning staðarins býður aðeins upp á aðkomu öðrum megin af Bústaðaveginum. „En við finnum fyrir miklum áhuga á þessari staðsetningu. Bæði er mikill iðnaður þarna í kring, það er Háskólinn í Reykjavík, sem er stór hluti af viðskiptavinahópnum og eins er íbúðarhúsnæði þarna í kring. Svo er bara fljótlegt að ná sér í einn Hlölla ef þú ert að fara að dæla bensíni. Við erum þekkt fyrir að vera mjög snögg,“ segir Jón Friðrik. Í þessu húsnæði við Smáralind stendur til að opna litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum. Hlöllabátar verða einn af þeim.Vísir/Vilhelm Undirbúa opnun mathallar Útibú Hlöllabáta eru þá orðin fimm, en auk þess sem opnaði í maí við Bústaðaveg var nýlega opnað útibú að Hagasmára, við Smáralind. Þar er um að ræða bílalúgustað eins og sakir standa, en Jón Friðrik segir margt í pípunum í tengslum við þann stað. „Við erum að undirbúa opnun fjögurra til fimm staða í því húsi, eins konar lítil mathöll. Við stefnum á að opna hana núna bara á næstu mánuðum,“ segir Jón Friðrik. Hann segist þó ekki geta sagt frá öllum stöðunum sem muni starfa í húsinu, að svo stöddu. „Það verða Hlöllabátar, eins og eru þar núna. Við erum með fleiri vörumerki en svo verður Nútrí Açaí þarna líka,“ segir Jón Friðrik. Veitingastaðir Reykjavík Kópavogur Smáralind Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
„Við tókum bara svona „soft opening“ í maí. Svo verða Nútrí Açaí líka þarna með útibú. Þau eru að fara að opna núna í næstu viku, ef allt gengur upp. Þannig að þá verður þetta komið á fullt skrið. Það er búið að gera voða flott þarna,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar, þó opnun staðarins hafi lítið sem ekkert verið auglýst. „Það er gríðarleg uppbygging á svæðinu þarna í kring, og svo er Háskólinn í Reykjavík þarna rétt hjá. Viðtökurnar hafa verið miklu betri en við þorðum að vona,“ segir Jón Friðrik. Fyrir utan staðinn eru sjálfsafgreiðsludælur frá Orkunni, sem Hlöllabátar leigja húsnæðið af. Jón Friðrik segir marga skjótast inn og grípa sér bát þegar dælt er á bílinn. Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Hlöllabáta.Aðsend Mikill áhugi Jón Friðrik segir að ljóst sé að opnunin í maí hafi farið fram hjá mörgum til að byrja með. „Það er það sem við erum helst að eiga við núna. Bæði þessi flöskuháls sem myndaðist í Covid og vegna stríðsins, þá eru aðföng sem eru miklu lengur á leiðinni, þannig að bara það að geta sett upp okkar merki á húsið hefur tekið töluverðan tíma. Eins aðkoman að húsinu, við erum að reyna að breyta henni og gera svolítið kósí og flott, og erum að vinna í því þessa dagana,“ segir Jón Friðrik. Þá séu Hlöllabátar fyrst núna að auglýsa opnun nýja staðarins. „Þetta er svona að springa út núna, við erum að finna fyrir aukinni aðsókn. Þetta voru mikið túristar í sumar, en núna með haustinu er þetta meira innlent og töluverð aukning á viðskiptum. Við erum bara gríðarlega sátt.“ Hann segir að efasemdarraddir hafi komið upp um staðsetninguna, þar sem húsið hefur staðið autt í fjölmörg ár, auk þess sem staðsetning staðarins býður aðeins upp á aðkomu öðrum megin af Bústaðaveginum. „En við finnum fyrir miklum áhuga á þessari staðsetningu. Bæði er mikill iðnaður þarna í kring, það er Háskólinn í Reykjavík, sem er stór hluti af viðskiptavinahópnum og eins er íbúðarhúsnæði þarna í kring. Svo er bara fljótlegt að ná sér í einn Hlölla ef þú ert að fara að dæla bensíni. Við erum þekkt fyrir að vera mjög snögg,“ segir Jón Friðrik. Í þessu húsnæði við Smáralind stendur til að opna litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum. Hlöllabátar verða einn af þeim.Vísir/Vilhelm Undirbúa opnun mathallar Útibú Hlöllabáta eru þá orðin fimm, en auk þess sem opnaði í maí við Bústaðaveg var nýlega opnað útibú að Hagasmára, við Smáralind. Þar er um að ræða bílalúgustað eins og sakir standa, en Jón Friðrik segir margt í pípunum í tengslum við þann stað. „Við erum að undirbúa opnun fjögurra til fimm staða í því húsi, eins konar lítil mathöll. Við stefnum á að opna hana núna bara á næstu mánuðum,“ segir Jón Friðrik. Hann segist þó ekki geta sagt frá öllum stöðunum sem muni starfa í húsinu, að svo stöddu. „Það verða Hlöllabátar, eins og eru þar núna. Við erum með fleiri vörumerki en svo verður Nútrí Açaí þarna líka,“ segir Jón Friðrik.
Veitingastaðir Reykjavík Kópavogur Smáralind Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira