„Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 14:01 Selfoss þarf líklega á miklu framlagi frá Guðmundi Hólmari Helgasyni að halda í vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku. Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni