Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. september 2022 07:29 Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív með því að eyðileggja innviði. epa/Sergey Kozlov Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira