Hefur náð mögnuðum tökum á málinu á skömmum tíma Snorri Másson skrifar 13. september 2022 09:01 „Ég hef lært íslensku í þrjú ár. Nú á dögum er ég að læra meira af því að ég er í vinnu í grunnskóla, þar sem ég hef verið að tala við krakkana allan tímann,“ segir hinn kínverski Yi Hu, sem rætt var við í Íslandi í dag í síðustu viku. Yi er nemi í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og í innslaginu hér að ofan má hlýða á magnaða frammistöðu hans á sviði tungumálsins, miðað við stutta dvöl og tungumálalegan bakgrunn í alls ólíkum tungumálum. Það er mikil breyting að skipta yfir í íslensku úr kínversku að sögn Yi Hu.Vísir/Bjarni Fleiri nemar láta til sín taka í innslaginu, meðal annars hinn þýski Max, sem féllst á að auðveldara væri fyrir Þjóðverja að læra málið en Kínverja; eins og Yi segir: Það eru ekki föll í kínversku og það er ekki greinir. Íslenska fyrir útlendinga hefur verið mjög til umræðu að undanförnu og raunar hefur sú umræða orðið ansi garð skeytt á köflum. Þar er helst deilt um hvort eðlilegt sé að krefjast íslenskukennslu í kjarasamningum, sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt að sé ekki efst á forgangslistanum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu um helgina að ljóst væri að íslensk stjórnvöld hefðu ekki gert nóg til að tryggja aðgengi útlendinga að tungumálakennslu. Mýta að þetta sé svona erfitt Marc Daníel Skipstað Volhardt íslenskukennari hópsins er jafnframt útlendingur sem hefur lært íslensku svo að vart heyrist að þar sé ekki innfæddur á ferð. Marc er danskur og segir það mýtu að erfiðara sé að læra íslensku en önnur mál. Marc Daníel Skipstað Volhardt kennir íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Íslenska er bara eins og önnur tungumál. Flestir læra bara mjög hratt og tala eiginlega reiprennandi eftir hálft eða heilt ár,“ segir Marc en þar ber að geta þess að þeir sem innritast í íslensku sem annað mál er fólk með nokkurn grunn í málinu. Marc mælir heils hugar með því að fólk sem hingað komi læri málið. „Hlustið á útvarp, takið þátt í samfélaginu, mann langar ekki að vera einn einhvers staðar einangraður,“ segir Marc. Íslensk fræði Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er íslenska óvinsæl? Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. 7. september 2022 09:00 Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. 9. september 2022 16:03 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Yi er nemi í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og í innslaginu hér að ofan má hlýða á magnaða frammistöðu hans á sviði tungumálsins, miðað við stutta dvöl og tungumálalegan bakgrunn í alls ólíkum tungumálum. Það er mikil breyting að skipta yfir í íslensku úr kínversku að sögn Yi Hu.Vísir/Bjarni Fleiri nemar láta til sín taka í innslaginu, meðal annars hinn þýski Max, sem féllst á að auðveldara væri fyrir Þjóðverja að læra málið en Kínverja; eins og Yi segir: Það eru ekki föll í kínversku og það er ekki greinir. Íslenska fyrir útlendinga hefur verið mjög til umræðu að undanförnu og raunar hefur sú umræða orðið ansi garð skeytt á köflum. Þar er helst deilt um hvort eðlilegt sé að krefjast íslenskukennslu í kjarasamningum, sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt að sé ekki efst á forgangslistanum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu um helgina að ljóst væri að íslensk stjórnvöld hefðu ekki gert nóg til að tryggja aðgengi útlendinga að tungumálakennslu. Mýta að þetta sé svona erfitt Marc Daníel Skipstað Volhardt íslenskukennari hópsins er jafnframt útlendingur sem hefur lært íslensku svo að vart heyrist að þar sé ekki innfæddur á ferð. Marc er danskur og segir það mýtu að erfiðara sé að læra íslensku en önnur mál. Marc Daníel Skipstað Volhardt kennir íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Íslenska er bara eins og önnur tungumál. Flestir læra bara mjög hratt og tala eiginlega reiprennandi eftir hálft eða heilt ár,“ segir Marc en þar ber að geta þess að þeir sem innritast í íslensku sem annað mál er fólk með nokkurn grunn í málinu. Marc mælir heils hugar með því að fólk sem hingað komi læri málið. „Hlustið á útvarp, takið þátt í samfélaginu, mann langar ekki að vera einn einhvers staðar einangraður,“ segir Marc.
Íslensk fræði Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er íslenska óvinsæl? Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. 7. september 2022 09:00 Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. 9. september 2022 16:03 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Er íslenska óvinsæl? Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. 7. september 2022 09:00
Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. 9. september 2022 16:03
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22