Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 10:26 Talið er að valdataka Karls muni ýta undir það að ríki samveldisins slíti tengsl við bresku krúnuna. AP/Victoria Jones Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess. Karl III hefur nú verið formlega lýstur konungur Bretlands af arftakaráði landsins en móðir hans Elísabet II Bretadrottning lést 96 ára gömul á miðvikudag. Valdatíð Elísabetar spannaði sjötíu ár en á þeim tíma fékk fjöldi fyrrverandi nýlenda Bretlands sjálfstæði. Hjá mörgum þeirra var Elísabet hins vegar áfram þjóðhöfðingi, svona að nafninu til, en þau fengu þó minnst að kjósa eigin þing og ríkisleiðtoga. Drottning eða konungur Bretlands er þjóðhöfðingi fimmtán ríkja breska samveldisins, þar á meðal Kanada, Ástralíu, Jamaíku, Belís og Nýja-Sjálands, en þrjátíu og sex þeirra eru lýðveldi. Forsætisráðherrar Jamaíku og Antígva og Barbúda lýstu því yfir fyrr í vikunni að þjóðir þeirra myndu syrgja Elísabetu drottningu og í Antígva og Barbúda verður fánum flaggað í hálfa stöng þar til drottningin verður jarðsungin. Aðrir leiðtogar samveldisríkjanna hafa þó lýst yfir trega til að taka Karl III í sátt sem þjóðhöfðingja. Þessar raddir hafa undanfarin misseri orðið háværari. Í mars, þegar Vilhjálmur krónprins og eiginkona hans Katrín, ferðuðust um bresku ríkin Belís, Jamaíku og Bahamaeyja kölluðu margir landsmenn eyjanna eftir því að Bretland greiddi ríkjunum skaðabætur vegna nýlendustefnunnar og konungsfjölskyldan bæðist afsökunar á þrælahaldi. Vilja feta í fótspor Barbados Meira en tíu milljónir Afríkumanna voru hnepptir í þrældóm af evrópskum ríkjum frá 15. fram á 19. öld. Þeir sem lifðu af hættulegt ferðalag yfir Atlantshafið voru neyddir í þrælavinnu á ekrum í Karíbahafinu og Ameríku. Yfirvöld í Jamaíku kynntu í fyrra áætlanir um að óska eftir miskabótum frá Bretlandi fyrir að hafa flutt um það bil 600 þúsund Afríkumenn til eyríkisins á sínum tíma til að vinna þrælavinnu á sykur- og bananaekrum. Breskir þrælahaldarar græddu morðfjár á þrælavinnunni en þrælarnir sjálfir og afkomendur þeirra hafa aldrei séð krónu af þeim ágóða. Barbados sleit í fyrra tengsl við bresku krúnuna og varð að lýðveldi en yfirvöld í Jamaíku hafa ýjað að því að vilja feta í fótspor nágranna sinna. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í ágústmánuði vilja 56 prósent íbúa Jamaíka slíta tengsl við bresku krúnuna. Ríki í Karíbahafinu eru ekki ein um að vilja losna undan bresku krúnunni. Íbúar í Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir vilja til að slíta tengslin en lýðveldishreyfingunni var haldið aftur í valdatíð Elísabetar vegna gríðarlegra vinsælda hennar. Líklegt er talið að arftaka Karls muni breyta þeirri stöðu. Skref til að afnýlenduvæða samveldin 55 prósent fólks á kjörskrá í Ástralíu árið 1999 vildi halda í bresku krúnuna en nýlegar skoðanakannanir benda til þess að stuðningur við hana hafi minnnkað. Samkvæmt könnun sem var framkvæmd árið 2020 vildu 62 prósent Ástrala kjósa sér eigin þjóðhöfðingja en flestir sögðu að það væri bundið við það að Karl tæki við krúnunni. Skoðanakannanir í Kanada benda til að um helmingur landsmanna vilji slíta tengslin við bresku krúnuna við andlát Elísabetar. Sérfræðingar telja þó að það geti reynst erfitt vegna eðlis kanadísku stjórnarskrárinnar, sem gæti frestað því að Kanada verði lýðveldi. Í Nýja-Sjálandi er svipuð staða uppi, eða var það árið 2016 þegar íbúar höfnuðu þeirri tillögu að fjarlægja breska fánann úr nýsjálenska fánanum. Í sömu þjóðaratkvæðagreiðslu mátti nema að yngra fólk væri hlynntara lýðveldi en eldra og Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands hefur lýst því að hún telji að Nýja-Sjáland verði lýðveldi á hennar líftíma. Staðan gæti hins vegar verið önnur í Nýja-Sjálandi í dag. Til umræðu er þar í landi að breyta bæði fána og opinberu nafni þess í það sem Maori-þjóðin, frumbyggjar landsins nota. Gangi það eftir verður nafni Nýja-Sjálands breytt í Aotearoa. Jamaíka Antígva og Barbúda Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Nýja-Sjáland Kanada Ástralía Barbados Tengdar fréttir Karl III verður formlega konungur Karl III verður lýstur konungur yfir Bretlandi klukkan 9.00 á íslenskum tíma í dag, þegar arftakaráð, sérstök nefnd um valdaskipti, kemur formlega saman. 10. september 2022 08:10 Vilhjálmur og Katrín fá nýja titla Í ávarpi sínu fyrr í kvöld tilkynnti Karl III Bretlandskonungur að Vilhjálmur Prins yrði nýi prinsinn af Wales og kona hans Katrín sömuleiðis prinsessan af Wales. Katrín er sú fyrsta til að bera þann titil síðan Díana prinsessa, móðir Vilhjálms lést árið 1997. 9. september 2022 20:40 Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Karl III hefur nú verið formlega lýstur konungur Bretlands af arftakaráði landsins en móðir hans Elísabet II Bretadrottning lést 96 ára gömul á miðvikudag. Valdatíð Elísabetar spannaði sjötíu ár en á þeim tíma fékk fjöldi fyrrverandi nýlenda Bretlands sjálfstæði. Hjá mörgum þeirra var Elísabet hins vegar áfram þjóðhöfðingi, svona að nafninu til, en þau fengu þó minnst að kjósa eigin þing og ríkisleiðtoga. Drottning eða konungur Bretlands er þjóðhöfðingi fimmtán ríkja breska samveldisins, þar á meðal Kanada, Ástralíu, Jamaíku, Belís og Nýja-Sjálands, en þrjátíu og sex þeirra eru lýðveldi. Forsætisráðherrar Jamaíku og Antígva og Barbúda lýstu því yfir fyrr í vikunni að þjóðir þeirra myndu syrgja Elísabetu drottningu og í Antígva og Barbúda verður fánum flaggað í hálfa stöng þar til drottningin verður jarðsungin. Aðrir leiðtogar samveldisríkjanna hafa þó lýst yfir trega til að taka Karl III í sátt sem þjóðhöfðingja. Þessar raddir hafa undanfarin misseri orðið háværari. Í mars, þegar Vilhjálmur krónprins og eiginkona hans Katrín, ferðuðust um bresku ríkin Belís, Jamaíku og Bahamaeyja kölluðu margir landsmenn eyjanna eftir því að Bretland greiddi ríkjunum skaðabætur vegna nýlendustefnunnar og konungsfjölskyldan bæðist afsökunar á þrælahaldi. Vilja feta í fótspor Barbados Meira en tíu milljónir Afríkumanna voru hnepptir í þrældóm af evrópskum ríkjum frá 15. fram á 19. öld. Þeir sem lifðu af hættulegt ferðalag yfir Atlantshafið voru neyddir í þrælavinnu á ekrum í Karíbahafinu og Ameríku. Yfirvöld í Jamaíku kynntu í fyrra áætlanir um að óska eftir miskabótum frá Bretlandi fyrir að hafa flutt um það bil 600 þúsund Afríkumenn til eyríkisins á sínum tíma til að vinna þrælavinnu á sykur- og bananaekrum. Breskir þrælahaldarar græddu morðfjár á þrælavinnunni en þrælarnir sjálfir og afkomendur þeirra hafa aldrei séð krónu af þeim ágóða. Barbados sleit í fyrra tengsl við bresku krúnuna og varð að lýðveldi en yfirvöld í Jamaíku hafa ýjað að því að vilja feta í fótspor nágranna sinna. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í ágústmánuði vilja 56 prósent íbúa Jamaíka slíta tengsl við bresku krúnuna. Ríki í Karíbahafinu eru ekki ein um að vilja losna undan bresku krúnunni. Íbúar í Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hafa lýst yfir vilja til að slíta tengslin en lýðveldishreyfingunni var haldið aftur í valdatíð Elísabetar vegna gríðarlegra vinsælda hennar. Líklegt er talið að arftaka Karls muni breyta þeirri stöðu. Skref til að afnýlenduvæða samveldin 55 prósent fólks á kjörskrá í Ástralíu árið 1999 vildi halda í bresku krúnuna en nýlegar skoðanakannanir benda til þess að stuðningur við hana hafi minnnkað. Samkvæmt könnun sem var framkvæmd árið 2020 vildu 62 prósent Ástrala kjósa sér eigin þjóðhöfðingja en flestir sögðu að það væri bundið við það að Karl tæki við krúnunni. Skoðanakannanir í Kanada benda til að um helmingur landsmanna vilji slíta tengslin við bresku krúnuna við andlát Elísabetar. Sérfræðingar telja þó að það geti reynst erfitt vegna eðlis kanadísku stjórnarskrárinnar, sem gæti frestað því að Kanada verði lýðveldi. Í Nýja-Sjálandi er svipuð staða uppi, eða var það árið 2016 þegar íbúar höfnuðu þeirri tillögu að fjarlægja breska fánann úr nýsjálenska fánanum. Í sömu þjóðaratkvæðagreiðslu mátti nema að yngra fólk væri hlynntara lýðveldi en eldra og Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands hefur lýst því að hún telji að Nýja-Sjáland verði lýðveldi á hennar líftíma. Staðan gæti hins vegar verið önnur í Nýja-Sjálandi í dag. Til umræðu er þar í landi að breyta bæði fána og opinberu nafni þess í það sem Maori-þjóðin, frumbyggjar landsins nota. Gangi það eftir verður nafni Nýja-Sjálands breytt í Aotearoa.
Jamaíka Antígva og Barbúda Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Nýja-Sjáland Kanada Ástralía Barbados Tengdar fréttir Karl III verður formlega konungur Karl III verður lýstur konungur yfir Bretlandi klukkan 9.00 á íslenskum tíma í dag, þegar arftakaráð, sérstök nefnd um valdaskipti, kemur formlega saman. 10. september 2022 08:10 Vilhjálmur og Katrín fá nýja titla Í ávarpi sínu fyrr í kvöld tilkynnti Karl III Bretlandskonungur að Vilhjálmur Prins yrði nýi prinsinn af Wales og kona hans Katrín sömuleiðis prinsessan af Wales. Katrín er sú fyrsta til að bera þann titil síðan Díana prinsessa, móðir Vilhjálms lést árið 1997. 9. september 2022 20:40 Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Karl III verður formlega konungur Karl III verður lýstur konungur yfir Bretlandi klukkan 9.00 á íslenskum tíma í dag, þegar arftakaráð, sérstök nefnd um valdaskipti, kemur formlega saman. 10. september 2022 08:10
Vilhjálmur og Katrín fá nýja titla Í ávarpi sínu fyrr í kvöld tilkynnti Karl III Bretlandskonungur að Vilhjálmur Prins yrði nýi prinsinn af Wales og kona hans Katrín sömuleiðis prinsessan af Wales. Katrín er sú fyrsta til að bera þann titil síðan Díana prinsessa, móðir Vilhjálms lést árið 1997. 9. september 2022 20:40
Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20