Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2022 08:38 Almenningur syrgir fráfall drottningarinnar. Getty/Hesther Ng Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. Konungurinn mun að öllum líkindum samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar í dag en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Útfarardagur drottningarinnar verður opinber frídagur. Allir opinberir fánar hafa nú verið dregnir í hálfa stöng og leiðbeiningar hafa verið sendar út um að hringja kirkjuklukkum á hádegi. Þá verður hleypt af 96 skotum í Hyde Park og víðar, einu sinni fyrir hvert ár sem drottningin lifði. Karl mun halda til Lundúna frá Balmoral í dag þar sem hann mun meðal annars funda með Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Hann mun að öllum líkindum einnig samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar. Síðdegis eða undir kvöld mun Karl ávarpa þjóðina en ávarpið verður tekið upp fyrirfram. Þá munu ráðherrar sækja minningarathöfn í dómkirkju Sankti Páls í Lundúnum. Hvað gerist næstu daga? Karl varð konungur um leið og Elísabet lést en gera má ráð fyrir að formleg yfirlýsing þess efnis verði gefin út á morgun. Eiginleg krýningarhátíð mun hins vegar ekki eiga sér stað fyrir en eftir einhverja mánuði eða jafnvel ár. Karl mun koma fyrir embættistökunefnd Bretlands í höll Sankti James í Lundúnum á morgun, sem mun lýsa hann konung. Í nefndinni eru háttsettir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, háttsettir embættismenn, landstjórar ríkja Breska sambandsveldisins og borgarstjóri Lundúna. Meira en sjö hundruð eiga rétt á að mæta í athöfnina en vegna lítils fyrirvara er líklegt að þeir verði mun færri. Þegar Elísabet mætti fyrir nefndina árið 1952 mættu um tvö hundruð. Jarðneskum leifum drottningarinnar verður komið fyrir í kistu og flutt í Holyrood-höll skammt frá Edinborg á morgun. Þá er gert ráð fyrir líkfylgd um Konunglegu míluna í Edinborg, sem endar í St. Giles dómkirkjunni. Þar mun fara fram einhvers konar kistulagning eða minningarathöfn fyrir konungsfjölskylduna áður en fólki gefst kostur á að koma þar inn og votta drottningunni virðingu sína. Sólarhring síðar er ráðgert að flogið verði með hana til Lundúna. Fyrsti viðkomustaður verður Buckingham höll en þaðan verður líkfylgd að Westminster, þar sem fram fer minningarathöfn. Ráðgert er að hún verði þar í nokkra daga svo fólk geti vottað henni virðingu sína. Útförin fer fram í Westminster Abbey dómkirkjunni í Lundúnum. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Skotland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50 Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30 Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Konungurinn mun að öllum líkindum samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar í dag en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Útfarardagur drottningarinnar verður opinber frídagur. Allir opinberir fánar hafa nú verið dregnir í hálfa stöng og leiðbeiningar hafa verið sendar út um að hringja kirkjuklukkum á hádegi. Þá verður hleypt af 96 skotum í Hyde Park og víðar, einu sinni fyrir hvert ár sem drottningin lifði. Karl mun halda til Lundúna frá Balmoral í dag þar sem hann mun meðal annars funda með Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Hann mun að öllum líkindum einnig samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar. Síðdegis eða undir kvöld mun Karl ávarpa þjóðina en ávarpið verður tekið upp fyrirfram. Þá munu ráðherrar sækja minningarathöfn í dómkirkju Sankti Páls í Lundúnum. Hvað gerist næstu daga? Karl varð konungur um leið og Elísabet lést en gera má ráð fyrir að formleg yfirlýsing þess efnis verði gefin út á morgun. Eiginleg krýningarhátíð mun hins vegar ekki eiga sér stað fyrir en eftir einhverja mánuði eða jafnvel ár. Karl mun koma fyrir embættistökunefnd Bretlands í höll Sankti James í Lundúnum á morgun, sem mun lýsa hann konung. Í nefndinni eru háttsettir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, háttsettir embættismenn, landstjórar ríkja Breska sambandsveldisins og borgarstjóri Lundúna. Meira en sjö hundruð eiga rétt á að mæta í athöfnina en vegna lítils fyrirvara er líklegt að þeir verði mun færri. Þegar Elísabet mætti fyrir nefndina árið 1952 mættu um tvö hundruð. Jarðneskum leifum drottningarinnar verður komið fyrir í kistu og flutt í Holyrood-höll skammt frá Edinborg á morgun. Þá er gert ráð fyrir líkfylgd um Konunglegu míluna í Edinborg, sem endar í St. Giles dómkirkjunni. Þar mun fara fram einhvers konar kistulagning eða minningarathöfn fyrir konungsfjölskylduna áður en fólki gefst kostur á að koma þar inn og votta drottningunni virðingu sína. Sólarhring síðar er ráðgert að flogið verði með hana til Lundúna. Fyrsti viðkomustaður verður Buckingham höll en þaðan verður líkfylgd að Westminster, þar sem fram fer minningarathöfn. Ráðgert er að hún verði þar í nokkra daga svo fólk geti vottað henni virðingu sína. Útförin fer fram í Westminster Abbey dómkirkjunni í Lundúnum.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Skotland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50 Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30 Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50
Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30
Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15