Arnar hugsaði út í metið: Aðalatriðið að taka ekki fótinn af pedalanum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2022 21:38 Arnar Gunnlaugsson viðurkenndi að hafa hugsað út í metið þegar mörkunum fjölgaði. Vísir/Diego „Frammistaðan var nánast fullkomin. Ég bað um svör eftir síðasta leik og fékk þau svo sannarlega, ég átti nú ekki von á þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 9-0 sigur liðsins á Leikni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
„Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00