Beverley um að spila með LeBron og Davis: „Þeir eru að spila með mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 15:01 Patrick Beverley fagnar er hann lék með Minnesota Timberwolves á meðan LeBron James sést frekar bugaður í bakgrunn. David Berding/Getty Images Það verður seint sagt að nýjasti leikmaður Los Angeles Lakers í NB deildinni í körfubolta , sé ekki með munninn fyrir neðan nefið. Patrick Beverley benti Anthony Davis og LeBron James góðfúslega á að hann hefði farið í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð en ekki þeir. Það kom verulega á óvart þegar tilkynnt var að Lakers hefði sótt Pat Beverley. Ofan á að hann og Russell Westbrook, leikstjórnandi Lakers, höfðu eldað grátt silfur saman í fleiri ár þá lék Beverley með Los Angeles Clippers á sínum tíma. Er hann var leikmaður Clippers var hann duglegur að láta nágranna sína í Lakers heyra það og láta þá vita ef Clippers endaði ofar í Vesturdeildinni. Honum var síðan skipt til Minnesota Timberwolves og svo í sumar til Utah Jazz en þaðan fékk Lakers hann. Beverley fór hins vegar í umspilið með Minnesota á síðustu leiktíð og lét liðsfélaga sína heldur betur vita af því í viðtali nýverið. Hann var spurður út í hvernig það væri að fara spila með leikmönnum á borð við LeBron James og Anthony Davis. Þá stóð ekki á svörum hjá okkar manni: „Þeir eru að fara spila með mér. Ég komst í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð, þeim tókst það ekki.“ Patrick Beverley set the record straight early about playing with LeBron James and Anthony Davis pic.twitter.com/gDTpl4IgzK— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) September 7, 2022 Hinn 34 ára Beverley gæti verið púslið sem vantar í varnarleik Lakers ætli liðið sér að gera eitthvað í vetur. Til þessa þurfa þá LeBron og Davis að haldast heilir en það hefur ekki verið raunin undanfarin misseri. Körfubolti NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Það kom verulega á óvart þegar tilkynnt var að Lakers hefði sótt Pat Beverley. Ofan á að hann og Russell Westbrook, leikstjórnandi Lakers, höfðu eldað grátt silfur saman í fleiri ár þá lék Beverley með Los Angeles Clippers á sínum tíma. Er hann var leikmaður Clippers var hann duglegur að láta nágranna sína í Lakers heyra það og láta þá vita ef Clippers endaði ofar í Vesturdeildinni. Honum var síðan skipt til Minnesota Timberwolves og svo í sumar til Utah Jazz en þaðan fékk Lakers hann. Beverley fór hins vegar í umspilið með Minnesota á síðustu leiktíð og lét liðsfélaga sína heldur betur vita af því í viðtali nýverið. Hann var spurður út í hvernig það væri að fara spila með leikmönnum á borð við LeBron James og Anthony Davis. Þá stóð ekki á svörum hjá okkar manni: „Þeir eru að fara spila með mér. Ég komst í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð, þeim tókst það ekki.“ Patrick Beverley set the record straight early about playing with LeBron James and Anthony Davis pic.twitter.com/gDTpl4IgzK— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) September 7, 2022 Hinn 34 ára Beverley gæti verið púslið sem vantar í varnarleik Lakers ætli liðið sér að gera eitthvað í vetur. Til þessa þurfa þá LeBron og Davis að haldast heilir en það hefur ekki verið raunin undanfarin misseri.
Körfubolti NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum