Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 7. september 2022 06:52 Hátt í sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni. Vísir/Vilhelm Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12
Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16
Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00