Sáttmáli um áframhaldandi stéttaskiptingu Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 6. september 2022 19:01 Alltof margir komast rétt svo í gegnum mánuðinn, hangandi á kvíðanum, streitunni og yfirdráttarheimildinni við að reyna að láta hlutina ganga upp í þessu stéttskipta samfélagi sem við búum í. Borgarstjórn ber ábyrgð á þjónustuveitingu í nærumhverfinu og vinnur út frá stefnumótun flokka sem mynda meirihluta. Sú stefnumótun var til umræðu í borgarstjórn í dag og er stefnumótun sem tekur engan veginn á rót vandans. Rótin sem felst í því að stéttaskipting fer vaxandi í okkar samfélagi þar sem fátækt er bláköld staðreynd. Rót vandans sem felst í því að hér er húsnæðiskrísa og litið er fram hjá þeim þáttum sem viðhalda fátækt og ójöfnuði. Húsnæðisuppbygging verður að vera á félagslegum forsendum Hlutverk borgarstjórnar snýr að því að mæta grunnþörfum og byggja síðan upp. Slíkt hefur ekki verið gert síðustu ár og meirihlutasáttmálinn er yfirlýsing um óbreytt ástand. Í maímánuði þegar gengið var til kosninga voru samtals 932 á bið eftir húsnæði hjá borginni, þegar litið var til allra biðlista. Samkvæmt nýjustu tölum eru 918 sem bíða eftir húsnæði hjá borginni. Biðlistarnir verða mjög lengi að styttast með þessu áframhaldi. Núverandi stefna virkar ekki en þrátt fyrir það boðar meirihlutinn meira af því sama í húsnæðismálum. Áfram verður stuðst við það að 5% nýrra íbúða verði félagslegar íbúðir og 20% aðrar íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Það er augljóst að það dugir ekki til, þar sem undir því viðmiði eru alltaf stórir hópar skildir eftir. Í þeim mánuði sem gengið var til kosninga höfðum við nýlega fengið að sjá tölur um fjölda þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði. Áætlað var að alls 1.868 einstaklingar og þar af 19 börn byggu þannig á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var áætlað að um 860 manneskjur væru búsettar í atvinnuhúsnæði. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki líkt og skortur á viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Meirihlutasáttmálinn nefnir „aðgerðir til að koma í veg fyrir búsetu í hættulegu og óöruggu húsnæði“ en fer ekkert nánar ofan í það. Það verður að vera til staðar ódýrt húsnæði til að tryggja það að enginn neyðist til að búa á stað sem er ekki ætlaður til búsetu. Við verðum að byggja á félagslegum grunni. Meirihlutasáttmálinn talar um að mikið verði byggt en það er ekki nóg að byggja mikið þegar það endar á því að verða jafn fokdýrt húsnæði eins og raunin hefur verið. Sáttmálinn nefnir að hugmyndir verði skoðaðar með verkalýðshreyfingunni um óhagnaðardrifna uppbyggingu. Þá er talað er um hvar það eigi að byggja, að hin sveitarfélögin eigi að byggja meira, húsnæði eigi að vera fjölbreytt og fjallað er um húsnæðisuppbyggingu í samhengi við Reykjavíkurflugvöllinn. Ekkert er talað um hvernig eigi að mæta þörfum þeirra sem kalla eftir hjálp og hafa kallað eftir hjálp síðustu árin; leigjendur, láglaunafólk, fátækt fólk - þau sem hafa ekki efni á því að vera með sitt eigið húsnæði og eru á milli sófa hjá vinum eða gista inni á ættingum. Það vantar allan stéttavinkil í þennan sáttmála eða a.m.k að einhver vinkill eða hugmyndafræði væri sýnileg varðandi það hver markmiðin eru, önnur en þau að borgin eigi að vera skemmtileg. Reykjavíkurborg verður ekki skemmtileg fyrr en tekið verður á ójöfnuðinum. Fjárhagsvæðing bernskunnar Við vitum að ýmis kostnaður fellur á foreldra skólabarna og það er mikill munur eftir sveitarfélögum, Fjarðabyggð hefur til að mynda fellt niður gjöld á skólamáltíðir en það á ekki við hér í borginni. Ýmis gjöld þarf að greiða vegna leikskóla, grunnskólamáltíða, frístundastarfs, síðdegishressingar og svo eru tómstundir, fatnaður og skólaferðir. Það er að segja fyrir þau börn sem eiga foreldra sem geta greitt slíkt. Innheimtubréfin birtast þeim foreldrum sem hafa ekki tök á því að greiða gjöld t.d. vegna skólamáltíða. Sé litið til skólaársins 2020-2021, þá fóru að meðaltali 4,2% útgefinna reikninga yfir í milliinnheimtu Momentum vegna skólamáltíðaáskrifta. Við þurfum öll að borða og sérstaklega börn í skólanum, því draumar rætast ekki á tómum maga. Það að senda ógreidda reikninga vegna skólamáltíða í innheimtu, er ekki í takt við markmið um að ætla að skipuleggja borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna líkt og kemur fram í meirihlutasáttmála. Innheimtuaðgerðum fylgir mikið álag og auka kostnaður fyrir þann sem á ekki fyrir því. Lögum stöðuna hjá þeim sem hafa það verst Fátækt fólk, láglaunafólk og leigjendur eiga ekki að bera byrðina af því að greiða upp kostnaðinn af því að eignafólk vilji eignast íbúð númer tvö eða íbúð númer þrjú. Börnum á ekki að vera úthýst úr frístundum því foreldrar hafa ekki efni á því að greiða gjöld. Manneskjur eiga ekki að bíða eftir þjónustu sem þau eiga rétt á, fatlaðir eiga ekki að þurfa að hlusta á endalaus rifrildi um tekjustofna og greiðsludreifingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Talandi um tekjustofna, þá verðum við að fá útsvar á fjármagnstekjur. Ríkasta fólkið sem hefur tekjur sínar helst eða eingöngu af fjármagni verður að greiða til samfélagsins eins og aðrir. Þetta höfum við sósíalistar lengi talað fyrir og munum halda áfram að berjast fyrir. Flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar tala um að bæta samtalið á vinnustaðnum. Þar færi vel á því að afgreiða tillögur frá síðasta kjörtímabili sem hafa enn ekki verið afgreiddar. Má þar nefna tillögu sósíalista frá því í apríl 2020 um að grunnlaun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum í takt við þróun launavísitölu líkt og þau hafa gert. Grunnlaunin miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Tillagan fól í sér að á meðan að covid-19 faraldurinn gengur yfir og samfélagið tekst á við efnahagslegar afleiðingar þess er mikilvægt að hinir betur launuðu í ráðandi stéttum sýni ábyrgð í verki. Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja að laun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum á komandi mánuðum. Þá er mikilvægt að ef þessi ákvörðun yrði endurskoðuð síðar, að hún leiði ekki til afturvirkra launahækkanna. Við þurfum að skoða launamálin í heildarsamhengi og tekjur þeirra sem minnst hafa. Á meðan að manneskjur á fjárhagsðastoð þurfa að reyna að framfleyta sér á grunnupphæð sem er 217.799 fyrir skatt er ekki stuðlað að réttlátari nýtingu fjármuna líkt og fjallað er um í áherslum borgarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Alltof margir komast rétt svo í gegnum mánuðinn, hangandi á kvíðanum, streitunni og yfirdráttarheimildinni við að reyna að láta hlutina ganga upp í þessu stéttskipta samfélagi sem við búum í. Borgarstjórn ber ábyrgð á þjónustuveitingu í nærumhverfinu og vinnur út frá stefnumótun flokka sem mynda meirihluta. Sú stefnumótun var til umræðu í borgarstjórn í dag og er stefnumótun sem tekur engan veginn á rót vandans. Rótin sem felst í því að stéttaskipting fer vaxandi í okkar samfélagi þar sem fátækt er bláköld staðreynd. Rót vandans sem felst í því að hér er húsnæðiskrísa og litið er fram hjá þeim þáttum sem viðhalda fátækt og ójöfnuði. Húsnæðisuppbygging verður að vera á félagslegum forsendum Hlutverk borgarstjórnar snýr að því að mæta grunnþörfum og byggja síðan upp. Slíkt hefur ekki verið gert síðustu ár og meirihlutasáttmálinn er yfirlýsing um óbreytt ástand. Í maímánuði þegar gengið var til kosninga voru samtals 932 á bið eftir húsnæði hjá borginni, þegar litið var til allra biðlista. Samkvæmt nýjustu tölum eru 918 sem bíða eftir húsnæði hjá borginni. Biðlistarnir verða mjög lengi að styttast með þessu áframhaldi. Núverandi stefna virkar ekki en þrátt fyrir það boðar meirihlutinn meira af því sama í húsnæðismálum. Áfram verður stuðst við það að 5% nýrra íbúða verði félagslegar íbúðir og 20% aðrar íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Það er augljóst að það dugir ekki til, þar sem undir því viðmiði eru alltaf stórir hópar skildir eftir. Í þeim mánuði sem gengið var til kosninga höfðum við nýlega fengið að sjá tölur um fjölda þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði. Áætlað var að alls 1.868 einstaklingar og þar af 19 börn byggu þannig á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var áætlað að um 860 manneskjur væru búsettar í atvinnuhúsnæði. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki líkt og skortur á viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Meirihlutasáttmálinn nefnir „aðgerðir til að koma í veg fyrir búsetu í hættulegu og óöruggu húsnæði“ en fer ekkert nánar ofan í það. Það verður að vera til staðar ódýrt húsnæði til að tryggja það að enginn neyðist til að búa á stað sem er ekki ætlaður til búsetu. Við verðum að byggja á félagslegum grunni. Meirihlutasáttmálinn talar um að mikið verði byggt en það er ekki nóg að byggja mikið þegar það endar á því að verða jafn fokdýrt húsnæði eins og raunin hefur verið. Sáttmálinn nefnir að hugmyndir verði skoðaðar með verkalýðshreyfingunni um óhagnaðardrifna uppbyggingu. Þá er talað er um hvar það eigi að byggja, að hin sveitarfélögin eigi að byggja meira, húsnæði eigi að vera fjölbreytt og fjallað er um húsnæðisuppbyggingu í samhengi við Reykjavíkurflugvöllinn. Ekkert er talað um hvernig eigi að mæta þörfum þeirra sem kalla eftir hjálp og hafa kallað eftir hjálp síðustu árin; leigjendur, láglaunafólk, fátækt fólk - þau sem hafa ekki efni á því að vera með sitt eigið húsnæði og eru á milli sófa hjá vinum eða gista inni á ættingum. Það vantar allan stéttavinkil í þennan sáttmála eða a.m.k að einhver vinkill eða hugmyndafræði væri sýnileg varðandi það hver markmiðin eru, önnur en þau að borgin eigi að vera skemmtileg. Reykjavíkurborg verður ekki skemmtileg fyrr en tekið verður á ójöfnuðinum. Fjárhagsvæðing bernskunnar Við vitum að ýmis kostnaður fellur á foreldra skólabarna og það er mikill munur eftir sveitarfélögum, Fjarðabyggð hefur til að mynda fellt niður gjöld á skólamáltíðir en það á ekki við hér í borginni. Ýmis gjöld þarf að greiða vegna leikskóla, grunnskólamáltíða, frístundastarfs, síðdegishressingar og svo eru tómstundir, fatnaður og skólaferðir. Það er að segja fyrir þau börn sem eiga foreldra sem geta greitt slíkt. Innheimtubréfin birtast þeim foreldrum sem hafa ekki tök á því að greiða gjöld t.d. vegna skólamáltíða. Sé litið til skólaársins 2020-2021, þá fóru að meðaltali 4,2% útgefinna reikninga yfir í milliinnheimtu Momentum vegna skólamáltíðaáskrifta. Við þurfum öll að borða og sérstaklega börn í skólanum, því draumar rætast ekki á tómum maga. Það að senda ógreidda reikninga vegna skólamáltíða í innheimtu, er ekki í takt við markmið um að ætla að skipuleggja borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna líkt og kemur fram í meirihlutasáttmála. Innheimtuaðgerðum fylgir mikið álag og auka kostnaður fyrir þann sem á ekki fyrir því. Lögum stöðuna hjá þeim sem hafa það verst Fátækt fólk, láglaunafólk og leigjendur eiga ekki að bera byrðina af því að greiða upp kostnaðinn af því að eignafólk vilji eignast íbúð númer tvö eða íbúð númer þrjú. Börnum á ekki að vera úthýst úr frístundum því foreldrar hafa ekki efni á því að greiða gjöld. Manneskjur eiga ekki að bíða eftir þjónustu sem þau eiga rétt á, fatlaðir eiga ekki að þurfa að hlusta á endalaus rifrildi um tekjustofna og greiðsludreifingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Talandi um tekjustofna, þá verðum við að fá útsvar á fjármagnstekjur. Ríkasta fólkið sem hefur tekjur sínar helst eða eingöngu af fjármagni verður að greiða til samfélagsins eins og aðrir. Þetta höfum við sósíalistar lengi talað fyrir og munum halda áfram að berjast fyrir. Flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar tala um að bæta samtalið á vinnustaðnum. Þar færi vel á því að afgreiða tillögur frá síðasta kjörtímabili sem hafa enn ekki verið afgreiddar. Má þar nefna tillögu sósíalista frá því í apríl 2020 um að grunnlaun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfulltrúa taki ekki hækkunum í takt við þróun launavísitölu líkt og þau hafa gert. Grunnlaunin miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert. Tillagan fól í sér að á meðan að covid-19 faraldurinn gengur yfir og samfélagið tekst á við efnahagslegar afleiðingar þess er mikilvægt að hinir betur launuðu í ráðandi stéttum sýni ábyrgð í verki. Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja að laun borgarfulltrúa taki ekki hækkunum á komandi mánuðum. Þá er mikilvægt að ef þessi ákvörðun yrði endurskoðuð síðar, að hún leiði ekki til afturvirkra launahækkanna. Við þurfum að skoða launamálin í heildarsamhengi og tekjur þeirra sem minnst hafa. Á meðan að manneskjur á fjárhagsðastoð þurfa að reyna að framfleyta sér á grunnupphæð sem er 217.799 fyrir skatt er ekki stuðlað að réttlátari nýtingu fjármuna líkt og fjallað er um í áherslum borgarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi Sósíalista.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun