Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 18:31 Meta hefur verið sektað áður vegna miðla sinna. Tony Avelar/Associated Press Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna. Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna.
Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent