Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 18:31 Meta hefur verið sektað áður vegna miðla sinna. Tony Avelar/Associated Press Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna. Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna.
Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira