Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 11:02 Til vinstri má sjá Johan Bülow, stofnanda Lakrids by Bülow. Til hægri má meðal annars sjá sælgætið Djúpur, sem framkvæmdastjóri Freyju segir að hafi verið hinum danska Johan innblástur í sælgætisgerð. Lakrids by Bülow/Vísir/Vilhelm Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. Í kynningartextanum, sem vakið hefur nokkra athygli hér á landi, sagði um lakkrísinn A, eina af vörum fyrirtækisins: „Ásamt framleiðslustjóranum Tage, þróaði Johan þá hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís. Þeim var sagt að það væri ómögulegt. En hin vinsæla vara A leit fljótlega dagsins ljós.“ Í gær var Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann alveg ljóst að súkkulaðihjúpaður lakkrís hefði klárlega verið til fyrir árið 2009. Ekki þarf að fjölyrða um það, enda ljóst að margir lesendur muna eftir því. Þá sagði hann að um væri að ræða tilraun Dana til að eigna sér heiðurinn af rótgróinni hefð Íslendinga í sælgætisgerð, og að raunar hefði Johan Bülow fengið hugmyndina að sælgæti sínu eftir að hafa smakkað Djúpur, sem er súkkulaðihúðaður lakkrís, á Íslandi. Vinna að breytingum Nú hefur danska fyrirtækið lýst því yfir að til standi að breyta textanum, og skýlaus viðurkenning á íslenskum uppruna lakkríss- og súkkulaðiblöndunnar liggur fyrir. Hún kom í morgun, eftir að fyrirtækinu var bent á málið á Twitter, af íslenskum notanda samfélagsmiðilsins. „Þetta er ekki ykkar uppfinning. Íslenskir sælgætisgerðarmenn hafa gert þetta í áratugi. Þetta má getur ekki fengið að standa,“ skrifar Stefán Ólafsson, í tísti þar sem hann merkir sælgætisfyrirtækið, og raunar forseta Íslands líka. @LakridsbyBulow This is not your invention! Icelandic candy makers have been doing this for decades. @PresidentISL This cannot stand!— Stefán Ólafsson (@stefanolafs) September 3, 2022 Í svari sem barst við tístinu í morgun viðurkennir Lakrids by Bülow fúslega að um sé að ræða íslenska nammihefð, sem sé frábær að mati fyrirtækisins. „Við erum nú að vinna að því að breyta textanum á vefsíðunni okkar. Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu.“ Hi Stefan, you're absolutely right that the combination of liquorice and chocolate is an Icelandic tradition, and a great one if you ask us. We are currently working on rephrasing the text on our website. Thank you for drawing our attention to this 🖤— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 6, 2022 Milliríkjadeilu afstýrt Viðbrögð íslenskra netverja við svari fyrirtækisins hafa ekki staðið á sér. Þó nokkrir tístarar hafa deilt svarinu með viðbrögðum sínum. Arnar Þór Ingólfsson segir til að mynda að með því að viðurkenna að um íslenska hugmynd sé að ræða hafi fyrirtækið afstýrt milliríkjadeilu, á meðan Tinna Helgadóttir lýsir yfir fullnaðarsigri Íslendinga. Milliríkjadeilu afstýrt https://t.co/QIpzCahTmR— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) September 6, 2022 Við höfum unnið https://t.co/tFcmFkeLbq— Tinna Helgadóttir (@tinnahelga) September 6, 2022 Einhverjir virðast þó hafa viljað sjá málið tekið lengra, til að mynda skemmtikrafturinn Guðmundur Felixson, sem hafði þá von að úr yrði stærri deila. Var smá að vona að þetta yrði stærra beef en ok https://t.co/iDOHAQAwXk— Guðmundur Felixson (@GummiFel) September 6, 2022 Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í kynningartextanum, sem vakið hefur nokkra athygli hér á landi, sagði um lakkrísinn A, eina af vörum fyrirtækisins: „Ásamt framleiðslustjóranum Tage, þróaði Johan þá hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís. Þeim var sagt að það væri ómögulegt. En hin vinsæla vara A leit fljótlega dagsins ljós.“ Í gær var Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju, til viðtals í Bítinu á Bylgjunni. Þar sagði hann alveg ljóst að súkkulaðihjúpaður lakkrís hefði klárlega verið til fyrir árið 2009. Ekki þarf að fjölyrða um það, enda ljóst að margir lesendur muna eftir því. Þá sagði hann að um væri að ræða tilraun Dana til að eigna sér heiðurinn af rótgróinni hefð Íslendinga í sælgætisgerð, og að raunar hefði Johan Bülow fengið hugmyndina að sælgæti sínu eftir að hafa smakkað Djúpur, sem er súkkulaðihúðaður lakkrís, á Íslandi. Vinna að breytingum Nú hefur danska fyrirtækið lýst því yfir að til standi að breyta textanum, og skýlaus viðurkenning á íslenskum uppruna lakkríss- og súkkulaðiblöndunnar liggur fyrir. Hún kom í morgun, eftir að fyrirtækinu var bent á málið á Twitter, af íslenskum notanda samfélagsmiðilsins. „Þetta er ekki ykkar uppfinning. Íslenskir sælgætisgerðarmenn hafa gert þetta í áratugi. Þetta má getur ekki fengið að standa,“ skrifar Stefán Ólafsson, í tísti þar sem hann merkir sælgætisfyrirtækið, og raunar forseta Íslands líka. @LakridsbyBulow This is not your invention! Icelandic candy makers have been doing this for decades. @PresidentISL This cannot stand!— Stefán Ólafsson (@stefanolafs) September 3, 2022 Í svari sem barst við tístinu í morgun viðurkennir Lakrids by Bülow fúslega að um sé að ræða íslenska nammihefð, sem sé frábær að mati fyrirtækisins. „Við erum nú að vinna að því að breyta textanum á vefsíðunni okkar. Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu.“ Hi Stefan, you're absolutely right that the combination of liquorice and chocolate is an Icelandic tradition, and a great one if you ask us. We are currently working on rephrasing the text on our website. Thank you for drawing our attention to this 🖤— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 6, 2022 Milliríkjadeilu afstýrt Viðbrögð íslenskra netverja við svari fyrirtækisins hafa ekki staðið á sér. Þó nokkrir tístarar hafa deilt svarinu með viðbrögðum sínum. Arnar Þór Ingólfsson segir til að mynda að með því að viðurkenna að um íslenska hugmynd sé að ræða hafi fyrirtækið afstýrt milliríkjadeilu, á meðan Tinna Helgadóttir lýsir yfir fullnaðarsigri Íslendinga. Milliríkjadeilu afstýrt https://t.co/QIpzCahTmR— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) September 6, 2022 Við höfum unnið https://t.co/tFcmFkeLbq— Tinna Helgadóttir (@tinnahelga) September 6, 2022 Einhverjir virðast þó hafa viljað sjá málið tekið lengra, til að mynda skemmtikrafturinn Guðmundur Felixson, sem hafði þá von að úr yrði stærri deila. Var smá að vona að þetta yrði stærra beef en ok https://t.co/iDOHAQAwXk— Guðmundur Felixson (@GummiFel) September 6, 2022
Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira