Forstöðukona Dyngjunnar sökuð um að maka krókinn við innkaup fyrir heimilið Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 08:00 Dyngjan tók til starfa 9. apríl 1988 og hefur starfað óslitið síðan. Þar hefur verið tekið á móti konum sem koma úr áfengismeðferð og eiga margar hvergi höfði að halla. Fyrrverandi forstöðukona er nú sökuð um að hafa misnotað úttektarheimildir. Vistkonur segja kostinn hafa verið skorinn við nögl en bókhaldsgögn sýni að af úttektum hefur verið greitt fyrir ýmsan munað sem aldrei kom fyrir sjónir vistkvenna. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir heimilislausar konur sem koma úr áfengismeðferð og eiga sumar hvergi höfði að halla, er sökuð um að hafa farið afar frjálslega með úttektarheimildir sínar og notað til að fjármagna einkaneyslu sína. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að undirbúa kæru á hendur henni en kröfur sem fram eru settar eru vel á 6. milljón. Rekstrarkostnaður Dyngjunnar er með launatengdum gjöldum um 20 milljónir á ári og er því um hátt hlutfall rekstrartekna að ræða. Kvittanir sýni að innkaupin fóru oft ekki fram á vinnutíma og oftar en ekki í námunda við heimili forstöðukonunnar sem er búsett við Selfoss. Lögmaður Dyngjunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Það sé á afar viðkvæmu stigi. Það vill stjórnarformaður Dyngjunnar, Anna Margrét Kornelíusardóttir, ekki heldur gera en víst er að þeir sem að Dyngjunni standa óttast að málið allt kunni að ríða rekstrinum á slig. Talið er samkvæmt bókhaldsgögnum að þetta misferli hafi staðið yfir árum saman en samkomulag var gert við forstöðukonuna að hún myndi láta af störfum í vor. Tros fyrir vistmenn en hráskinka fyrir forstöðukonuna Konan neitar sök, hafnar öllum kröfum og hefur sett fram gagnkröfur sem varða ógreidd laun og orlofsgreiðslur. Í sem skemmstu máli snúast ásakanir stjórnar Dyngjunnar um að forstöðukonan hafi notað debetkort Dyngjunnar til að fjármagna einkaneyslu sína. Vísir hefur rætt við vistkonur sem segja að kosturinn í Dyngjunni hafi ávallt verið afar naumur, að sögn forstöðukonunnar vegna þess að engir peningar væru til að kaupa nema allra brýnustu nauðsynjar og þá það sem ódýrast er. Hins vegar hafi komið á daginn, þegar bókhaldið var skoðað, eftir að grunur kom upp að debetkortið hafi verið misnotað, að keypt hafi verið og greitt fyrir allskyns munað svo sem hráskinka, konfekt og bláber í stórum stíl. Þá var einnig keyptur hundamatur fyrir debetekort Dyngjunnar og fleira sem vistfólk fullyrðir að hafi aldrei komið inn fyrir dyr heimilisins. Fiskurinn góði reynist ekki gjöf Einnig eru tiltekin í bókhaldi kaup á Nespresso-kaffivél, iPad- og iPhone-tækjum sem aldrei hafa komið inn á Dyngjuna, hvað þá að þau færu í hendur vistkvenna. Í bókahaldi eru áberandi reikningar til söluskrifstofu sem höndlar með fisk. Konur á heimilinu segja að í það hafi verið látið skína að fiskurinn væri gjöf til heimilisins frá velgjörðarmanni; næringarríkur matur sem konurnar fengju að njóta vegna þess að eiginmaður forstöðukonunnar væri að höndla með fiskinn. Þakklætið fyrir fiskinn, þá góðu gjöf, byggi þó á sandi, því bókhaldsgögn leiði í ljós að fyrir fiskinn var greitt og vel yfir kílóverði sambærilegs fisks ef verslað hefði verið í Bónus. Kaup á þeim fiski má samkvæmt bókhaldsgögnum rekja allt aftur til ársins 2016. Félagasamtök Fíkn Fjármál heimilisins Málefni heimilislausra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er verið að undirbúa kæru á hendur henni en kröfur sem fram eru settar eru vel á 6. milljón. Rekstrarkostnaður Dyngjunnar er með launatengdum gjöldum um 20 milljónir á ári og er því um hátt hlutfall rekstrartekna að ræða. Kvittanir sýni að innkaupin fóru oft ekki fram á vinnutíma og oftar en ekki í námunda við heimili forstöðukonunnar sem er búsett við Selfoss. Lögmaður Dyngjunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Það sé á afar viðkvæmu stigi. Það vill stjórnarformaður Dyngjunnar, Anna Margrét Kornelíusardóttir, ekki heldur gera en víst er að þeir sem að Dyngjunni standa óttast að málið allt kunni að ríða rekstrinum á slig. Talið er samkvæmt bókhaldsgögnum að þetta misferli hafi staðið yfir árum saman en samkomulag var gert við forstöðukonuna að hún myndi láta af störfum í vor. Tros fyrir vistmenn en hráskinka fyrir forstöðukonuna Konan neitar sök, hafnar öllum kröfum og hefur sett fram gagnkröfur sem varða ógreidd laun og orlofsgreiðslur. Í sem skemmstu máli snúast ásakanir stjórnar Dyngjunnar um að forstöðukonan hafi notað debetkort Dyngjunnar til að fjármagna einkaneyslu sína. Vísir hefur rætt við vistkonur sem segja að kosturinn í Dyngjunni hafi ávallt verið afar naumur, að sögn forstöðukonunnar vegna þess að engir peningar væru til að kaupa nema allra brýnustu nauðsynjar og þá það sem ódýrast er. Hins vegar hafi komið á daginn, þegar bókhaldið var skoðað, eftir að grunur kom upp að debetkortið hafi verið misnotað, að keypt hafi verið og greitt fyrir allskyns munað svo sem hráskinka, konfekt og bláber í stórum stíl. Þá var einnig keyptur hundamatur fyrir debetekort Dyngjunnar og fleira sem vistfólk fullyrðir að hafi aldrei komið inn fyrir dyr heimilisins. Fiskurinn góði reynist ekki gjöf Einnig eru tiltekin í bókhaldi kaup á Nespresso-kaffivél, iPad- og iPhone-tækjum sem aldrei hafa komið inn á Dyngjuna, hvað þá að þau færu í hendur vistkvenna. Í bókahaldi eru áberandi reikningar til söluskrifstofu sem höndlar með fisk. Konur á heimilinu segja að í það hafi verið látið skína að fiskurinn væri gjöf til heimilisins frá velgjörðarmanni; næringarríkur matur sem konurnar fengju að njóta vegna þess að eiginmaður forstöðukonunnar væri að höndla með fiskinn. Þakklætið fyrir fiskinn, þá góðu gjöf, byggi þó á sandi, því bókhaldsgögn leiði í ljós að fyrir fiskinn var greitt og vel yfir kílóverði sambærilegs fisks ef verslað hefði verið í Bónus. Kaup á þeim fiski má samkvæmt bókhaldsgögnum rekja allt aftur til ársins 2016.
Félagasamtök Fíkn Fjármál heimilisins Málefni heimilislausra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent