Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2022 10:46 Viktor Freyr Sigurðsson ver vítaspyrnu Björns Daníels Sverrissonar. Eins og sjá má var hann kominn vel út af línunni. stöð 2 sport Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en FH-ingar fengu svo sannarlega tækifæri til að taka stigin þrjú. Á 47. mínútu dæmdi Vilhjálmur Alvar Þórarinsson víti á Bjarka Aðalsteinsson, fyrirliða Leiknis, þegar hann sparkaði aftan í Steven Lennon. Skotinn fór sjálfur á punktinn en skaut í slá. Lennon klúðraði einnig víti í 2-1 bikarsigri FH á KA á fimmtudaginn. Hann hefur skorað sex mörk í Mjólkurbikarnum en aðeins tvö í Bestu deildinni. Lennon hefur ekki skorað þar síðan í 1-1 jafntefli við Stjörnuna 4. júlí. Það var fyrsti leikur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen. Lennon hefur skorað 99 mörk í efstu deild en hundraðsta markið lætur enn bíða eftir sér. Klippa: Vítaklúður FH-inga Þegar fimm mínútur voru komnar frma yfir venjulegan leiktíma fékk FH annað víti. Zean Dalügge keyrði þá í bakið á Ólafi Guðmundssyni og Vilhjálmur benti á punktinn. Að þessu sinni var röðin komin að Birni Daníel Sverrissyni. Hann setti boltann í hægra hornið frá sér séð en Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, skutlaði sér þangað og varði. Hann var reyndar kominn vel út af línunni þegar hann varði en Vilhjálmur lét ekki endurtaka spyrnuna. Hann flautaði svo til leiksloka. Vítavarsla Viktors gæti reynst afar dýrmæt en með sigri hefði FH komist fimm stigum á undan Leikni í botnbaráttunni. Leiknismenn eru á botni deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 10. sætinu, en eiga leik til góða. Vítaklúður FH-inga í Breiðholtinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en FH-ingar fengu svo sannarlega tækifæri til að taka stigin þrjú. Á 47. mínútu dæmdi Vilhjálmur Alvar Þórarinsson víti á Bjarka Aðalsteinsson, fyrirliða Leiknis, þegar hann sparkaði aftan í Steven Lennon. Skotinn fór sjálfur á punktinn en skaut í slá. Lennon klúðraði einnig víti í 2-1 bikarsigri FH á KA á fimmtudaginn. Hann hefur skorað sex mörk í Mjólkurbikarnum en aðeins tvö í Bestu deildinni. Lennon hefur ekki skorað þar síðan í 1-1 jafntefli við Stjörnuna 4. júlí. Það var fyrsti leikur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen. Lennon hefur skorað 99 mörk í efstu deild en hundraðsta markið lætur enn bíða eftir sér. Klippa: Vítaklúður FH-inga Þegar fimm mínútur voru komnar frma yfir venjulegan leiktíma fékk FH annað víti. Zean Dalügge keyrði þá í bakið á Ólafi Guðmundssyni og Vilhjálmur benti á punktinn. Að þessu sinni var röðin komin að Birni Daníel Sverrissyni. Hann setti boltann í hægra hornið frá sér séð en Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, skutlaði sér þangað og varði. Hann var reyndar kominn vel út af línunni þegar hann varði en Vilhjálmur lét ekki endurtaka spyrnuna. Hann flautaði svo til leiksloka. Vítavarsla Viktors gæti reynst afar dýrmæt en með sigri hefði FH komist fimm stigum á undan Leikni í botnbaráttunni. Leiknismenn eru á botni deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 10. sætinu, en eiga leik til góða. Vítaklúður FH-inga í Breiðholtinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35