Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2022 10:46 Viktor Freyr Sigurðsson ver vítaspyrnu Björns Daníels Sverrissonar. Eins og sjá má var hann kominn vel út af línunni. stöð 2 sport Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en FH-ingar fengu svo sannarlega tækifæri til að taka stigin þrjú. Á 47. mínútu dæmdi Vilhjálmur Alvar Þórarinsson víti á Bjarka Aðalsteinsson, fyrirliða Leiknis, þegar hann sparkaði aftan í Steven Lennon. Skotinn fór sjálfur á punktinn en skaut í slá. Lennon klúðraði einnig víti í 2-1 bikarsigri FH á KA á fimmtudaginn. Hann hefur skorað sex mörk í Mjólkurbikarnum en aðeins tvö í Bestu deildinni. Lennon hefur ekki skorað þar síðan í 1-1 jafntefli við Stjörnuna 4. júlí. Það var fyrsti leikur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen. Lennon hefur skorað 99 mörk í efstu deild en hundraðsta markið lætur enn bíða eftir sér. Klippa: Vítaklúður FH-inga Þegar fimm mínútur voru komnar frma yfir venjulegan leiktíma fékk FH annað víti. Zean Dalügge keyrði þá í bakið á Ólafi Guðmundssyni og Vilhjálmur benti á punktinn. Að þessu sinni var röðin komin að Birni Daníel Sverrissyni. Hann setti boltann í hægra hornið frá sér séð en Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, skutlaði sér þangað og varði. Hann var reyndar kominn vel út af línunni þegar hann varði en Vilhjálmur lét ekki endurtaka spyrnuna. Hann flautaði svo til leiksloka. Vítavarsla Viktors gæti reynst afar dýrmæt en með sigri hefði FH komist fimm stigum á undan Leikni í botnbaráttunni. Leiknismenn eru á botni deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 10. sætinu, en eiga leik til góða. Vítaklúður FH-inga í Breiðholtinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en FH-ingar fengu svo sannarlega tækifæri til að taka stigin þrjú. Á 47. mínútu dæmdi Vilhjálmur Alvar Þórarinsson víti á Bjarka Aðalsteinsson, fyrirliða Leiknis, þegar hann sparkaði aftan í Steven Lennon. Skotinn fór sjálfur á punktinn en skaut í slá. Lennon klúðraði einnig víti í 2-1 bikarsigri FH á KA á fimmtudaginn. Hann hefur skorað sex mörk í Mjólkurbikarnum en aðeins tvö í Bestu deildinni. Lennon hefur ekki skorað þar síðan í 1-1 jafntefli við Stjörnuna 4. júlí. Það var fyrsti leikur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen. Lennon hefur skorað 99 mörk í efstu deild en hundraðsta markið lætur enn bíða eftir sér. Klippa: Vítaklúður FH-inga Þegar fimm mínútur voru komnar frma yfir venjulegan leiktíma fékk FH annað víti. Zean Dalügge keyrði þá í bakið á Ólafi Guðmundssyni og Vilhjálmur benti á punktinn. Að þessu sinni var röðin komin að Birni Daníel Sverrissyni. Hann setti boltann í hægra hornið frá sér séð en Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, skutlaði sér þangað og varði. Hann var reyndar kominn vel út af línunni þegar hann varði en Vilhjálmur lét ekki endurtaka spyrnuna. Hann flautaði svo til leiksloka. Vítavarsla Viktors gæti reynst afar dýrmæt en með sigri hefði FH komist fimm stigum á undan Leikni í botnbaráttunni. Leiknismenn eru á botni deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 10. sætinu, en eiga leik til góða. Vítaklúður FH-inga í Breiðholtinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35