Gæslan mun þó ekki verða að engu en teymi lögreglumanna og sjúkraflutningamaður hafi sinnt verkefnum á svæðinu án vandkvæða. Þar að auki muni landverðir frá Umhverfisstofnun hefja störf eftir helgi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu samhæfingarstöðvar almannavarna
Undanfarna viku hafi eitt þúsund til fimmtán hundruð manns heimsótt svæðið daglega en gestum sé ekki heimilt að ganga á hrauninu. Þar er litið til almannavarnalaga ásamt laga um náttúruvernd.