Lést af völdum höfuðáverka eftir hrottalega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 14:58 Magnús Aron neitaði sök. Vísir/Hallgerður Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans. Magnús Aron, sem bjó í sama húsi og nágranninn sem hann banaði, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Dómari í málinu hafnaði kröfu verjanda um að þinghald yrði lokað. Matsmaður verður fenginn til að meta sakhæfi Magnúsar Arons. Í ákærunni kemur fram að Magnús Aron hafi veist að Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Hann lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem torveldaði öndun. Níu aðstandendur hins látna gera miskabótakröfur í málinu upp á samanlagt 27 milljónir króna, þrjár milljónir króna hver. Þá eru gerðar kröfur fyrir hönd ólögráða barna Gylfa vegna missis á framfærslu. Krafist er að Magnús Aron greiði útfararkostnað og sömuleiðis málskostnað málsins. Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Magnús Aron, sem bjó í sama húsi og nágranninn sem hann banaði, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Dómari í málinu hafnaði kröfu verjanda um að þinghald yrði lokað. Matsmaður verður fenginn til að meta sakhæfi Magnúsar Arons. Í ákærunni kemur fram að Magnús Aron hafi veist að Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Hann lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem torveldaði öndun. Níu aðstandendur hins látna gera miskabótakröfur í málinu upp á samanlagt 27 milljónir króna, þrjár milljónir króna hver. Þá eru gerðar kröfur fyrir hönd ólögráða barna Gylfa vegna missis á framfærslu. Krafist er að Magnús Aron greiði útfararkostnað og sömuleiðis málskostnað málsins.
Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52