Samkaup lækkar verð á fjögur hundruð vörum um tíu prósent Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2022 14:32 Fyrirtækið hefur með þessu fylgt í fótspor annarra fyrirtækja á matvörumarkaði, að grípa til aðgerða til að sporna gegn áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup landsmanna. Aðsend Verslunarkeðjan Samkaup hefur ákveðið að lækka verð á yfir fjögur hundruð vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvörumerkinu X-tra í öllum verslunum sínum. Um er að ræða tíu prósenta verðlækkun á vörunúmerunum sem þegar hefur tekið gildi og kemur til með að haldast óbreytt fram til áramóta hið minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Segir að með lækkununum sé markmiðið að sporna gegn áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup landsmanna. Fyrirtækið fylgir þar með í fótspor til að mynda Krónunnar, sem tilkynnti á dögunum að ákveðið hafi verið að frysta verð á rúmlega tvö hundruð vörum. Telur verðhækkanir frá framleiðendum og birgjum óþarfar Haft er eftir Gunnari Agli Sigurðssyni, forstjóra Samkaupa, að fyrirtækið hafi lagt allt kapp á að berjast gegn hækkunum á vöruverði og tekist að halda hækkunum í lágmarki til að mynda með innflutningi á vörumerkjum eins og Änglamark og X-tra. „Þetta þýðir að verðlækkanirnar sem tóku gildi á mánudaginn eru verulegar. Við bjóðum viðskiptavinum okkar því sama verð eða lægra en það var í upphafi árs. Við höfum verið að fá gríðarlegar verðhækkanir til okkar frá framleiðendum hér heima og birgjum, margar teljum við óþarfar og að okkar mati hefur verið of auðvelt fyrir þessa aðila að velta öllum hækkunum út í verðið. Það skrifast á litla samkeppni, sterka stöðu fárra stórra birgja og verndartolla á íslenskri framleiðslu, til að mynda á mjólk og kjöti,” segir Gunnar Egill. Gunnar Egill Sigurðsson er forstjóri Samkaupa.aðsend Engin viðbrögð frá birgjum og framleiðendum Ennfremur segir að síðastliðið haust hafi Samkaup sent frá sér bréf á alla sína birgja og samstarfsaðila þar sem kallað hafi verið eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum í vöruverði án nokkurra undirtekta. „Í lok sumars sendi félagið aftur bréf á tíu stærstu birgja Samkaupa þar sem óskað var eftir fimm prósenta verðlækkun til áramóta sem þá gætu skilað sér beint til viðskiptavina, með tilliti til þess að heimsmarkaðsverð fer lækkandi og sömuleiðis stór hluti þeirra vara sem Samkaup flytur inn til landsins, einnig án nokkurs árangurs,“ segir í tilkynningunni. Samkaup reka rúmlega sextíu verslanir undir vörumerkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Verslun Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. 24. ágúst 2022 17:17 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Segir að með lækkununum sé markmiðið að sporna gegn áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup landsmanna. Fyrirtækið fylgir þar með í fótspor til að mynda Krónunnar, sem tilkynnti á dögunum að ákveðið hafi verið að frysta verð á rúmlega tvö hundruð vörum. Telur verðhækkanir frá framleiðendum og birgjum óþarfar Haft er eftir Gunnari Agli Sigurðssyni, forstjóra Samkaupa, að fyrirtækið hafi lagt allt kapp á að berjast gegn hækkunum á vöruverði og tekist að halda hækkunum í lágmarki til að mynda með innflutningi á vörumerkjum eins og Änglamark og X-tra. „Þetta þýðir að verðlækkanirnar sem tóku gildi á mánudaginn eru verulegar. Við bjóðum viðskiptavinum okkar því sama verð eða lægra en það var í upphafi árs. Við höfum verið að fá gríðarlegar verðhækkanir til okkar frá framleiðendum hér heima og birgjum, margar teljum við óþarfar og að okkar mati hefur verið of auðvelt fyrir þessa aðila að velta öllum hækkunum út í verðið. Það skrifast á litla samkeppni, sterka stöðu fárra stórra birgja og verndartolla á íslenskri framleiðslu, til að mynda á mjólk og kjöti,” segir Gunnar Egill. Gunnar Egill Sigurðsson er forstjóri Samkaupa.aðsend Engin viðbrögð frá birgjum og framleiðendum Ennfremur segir að síðastliðið haust hafi Samkaup sent frá sér bréf á alla sína birgja og samstarfsaðila þar sem kallað hafi verið eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum í vöruverði án nokkurra undirtekta. „Í lok sumars sendi félagið aftur bréf á tíu stærstu birgja Samkaupa þar sem óskað var eftir fimm prósenta verðlækkun til áramóta sem þá gætu skilað sér beint til viðskiptavina, með tilliti til þess að heimsmarkaðsverð fer lækkandi og sömuleiðis stór hluti þeirra vara sem Samkaup flytur inn til landsins, einnig án nokkurs árangurs,“ segir í tilkynningunni. Samkaup reka rúmlega sextíu verslanir undir vörumerkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland.
Verslun Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. 24. ágúst 2022 17:17 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Krónan frystir verð á 240 vörum til að berjast gegn verðbólgunni Forsvarsmenn matvöruverslunarinnar Krónunnar hafa tekið ákvörðun um að frysta verð á 240 vörum til að leggja lið í baráttunni gegn verðbólgu. Krónan segir í tilkynningu að hún hyggist halda verði varanna stöðugu fram að áramótum til að byrja með. 24. ágúst 2022 17:17