Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 22:00 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Vísir/Arnar Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. Lyfjatengdum andlátum virðist fara fjölgandi, samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins. Þau voru 30 árið 2017 en 46 í fyrra, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á þeim seinni. Og eins og áður segir hafa andlát vegna lyfjaeitrunar aldrei verið skráð fleiri. Þetta er áhyggjuefni, að mati Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráðamóttöku. „Það er sorglegt að heyra að okkur hafi ekki enn tekist að koma böndum á þennan faraldur af lyfjatengdum andlátum og það er enn aðeins fjölgun í þessum sorglegu tilvikum. Þrátt fyrir miklar aðgerðir sem við höfum farið í til að hjálpa fólk með lyfjatengd vandamál höfum við ekki enn þá séð árangur í því að dánartíðnin lækki,“ segir Hjalti. Oxýkódón algengast, morfín þar á eftir Algengasta sterka verkjalyfið sem finnst í fólki sem hefur látist úr eitrun síðustu fimm ár er ópíóðinn oxýkódon – og þeim tilfellum hefur fjölgað. Þau voru þrjú árið 2017 en voru fimmtán, fimmfalt fleiri, á síðasta ári. Næst algengasta efnið var morfín sem fannst í tvöfalt fleiri í fyrra en fyrir fimm árum. Allur gangur virðist á því hvernig fólk útvegi sér lyfin, segir Hjalti. „Einhverjir hafa fengið ávísuð lyf og orðið háð þeim en aðrir kaupa lyfin á svörtum markaði. Og svo er talsvert um að þessi lyf séu flutt inn.“ Er þetta tilefni til að setja pressu á lækna að draga úr ávísunum? „Ég held við náum aldrei árangri í að berjast við þennan faraldur nema við gerum það öll saman. Og læknastéttin hefur endurskoðað hvernig við ávísum lyfjunum. Og ég held við ættum líka að reyna önnur lyf en verkjalyf og róandi lyf til að slá á vanlíðan. En við þurfum líka að halda áfram að efla meðferðarúrræði og stuðning við fólk með fíknivanda,“ segir Hjalti. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Lyfjatengdum andlátum virðist fara fjölgandi, samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins. Þau voru 30 árið 2017 en 46 í fyrra, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á þeim seinni. Og eins og áður segir hafa andlát vegna lyfjaeitrunar aldrei verið skráð fleiri. Þetta er áhyggjuefni, að mati Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráðamóttöku. „Það er sorglegt að heyra að okkur hafi ekki enn tekist að koma böndum á þennan faraldur af lyfjatengdum andlátum og það er enn aðeins fjölgun í þessum sorglegu tilvikum. Þrátt fyrir miklar aðgerðir sem við höfum farið í til að hjálpa fólk með lyfjatengd vandamál höfum við ekki enn þá séð árangur í því að dánartíðnin lækki,“ segir Hjalti. Oxýkódón algengast, morfín þar á eftir Algengasta sterka verkjalyfið sem finnst í fólki sem hefur látist úr eitrun síðustu fimm ár er ópíóðinn oxýkódon – og þeim tilfellum hefur fjölgað. Þau voru þrjú árið 2017 en voru fimmtán, fimmfalt fleiri, á síðasta ári. Næst algengasta efnið var morfín sem fannst í tvöfalt fleiri í fyrra en fyrir fimm árum. Allur gangur virðist á því hvernig fólk útvegi sér lyfin, segir Hjalti. „Einhverjir hafa fengið ávísuð lyf og orðið háð þeim en aðrir kaupa lyfin á svörtum markaði. Og svo er talsvert um að þessi lyf séu flutt inn.“ Er þetta tilefni til að setja pressu á lækna að draga úr ávísunum? „Ég held við náum aldrei árangri í að berjast við þennan faraldur nema við gerum það öll saman. Og læknastéttin hefur endurskoðað hvernig við ávísum lyfjunum. Og ég held við ættum líka að reyna önnur lyf en verkjalyf og róandi lyf til að slá á vanlíðan. En við þurfum líka að halda áfram að efla meðferðarúrræði og stuðning við fólk með fíknivanda,“ segir Hjalti.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira