NASA reynir aftur á laugardag Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 16:41 Artemis I á skotpalli í Flórída. Eftir misheppnaða tilraun á mánudaginn stendur til að skjóta eldflauginni og geimfarinu á loft á laugardaginn. NASA/Bill Ingalls Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera aðra tilraun til að koma geimfari á braut um tunglið á laugardaginn. Hætt var við fyrsta tunglskot Artemis-áætlunarinnar á mánudaginn vegna vandræða með einn af stærstu hreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. Til stóð að skjóta Orion-geimfari á leið til tunglsins með Space Launch System-eldflaug frá Flórída í Bandaríkjunum og verður reynt aftur um helgina. Í yfirlýsingu á vef NASA, sem birt var í gærkvöldi, segir að skotglugginn svokallaði muni opnast klukkan 18:17 á laugardagsmorgun, að íslenskum tíma, og vera opinn í um tvo tíma. Veðurfræðingar segja að aðstæður verði líklegast hagstæðar fyrir geimskot. Fram að þeim tíma munu starfsmenn NASA vinna að því að laga það sem kom í veg fyrir geimskotið á mánudaginn. Það helsta var að ekki gekk að kæla einn af fjórum stærstu hreyflum SLS nægilega fyrir geimskotið en vetnisleiki greindist einnig við tilraunina á mánudaginn og á að bæta hann fyrir laugardaginn. Sjá einnig: Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Geimurinn Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Til stóð að skjóta Orion-geimfari á leið til tunglsins með Space Launch System-eldflaug frá Flórída í Bandaríkjunum og verður reynt aftur um helgina. Í yfirlýsingu á vef NASA, sem birt var í gærkvöldi, segir að skotglugginn svokallaði muni opnast klukkan 18:17 á laugardagsmorgun, að íslenskum tíma, og vera opinn í um tvo tíma. Veðurfræðingar segja að aðstæður verði líklegast hagstæðar fyrir geimskot. Fram að þeim tíma munu starfsmenn NASA vinna að því að laga það sem kom í veg fyrir geimskotið á mánudaginn. Það helsta var að ekki gekk að kæla einn af fjórum stærstu hreyflum SLS nægilega fyrir geimskotið en vetnisleiki greindist einnig við tilraunina á mánudaginn og á að bæta hann fyrir laugardaginn. Sjá einnig: Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Geimurinn Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira