„Við erum allar mjög góðar fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2022 11:31 Hópurinn í heild sinni. Raunveruleikaþættirnir LXS hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum er fylgst með lífi vinsælustu samfélagsmiðlastjarna landsins. Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Fleiri fréttir Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Sjá meira
Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Fleiri fréttir Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Sjá meira