Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 10:34 Þessi mynd sýnir hluta þeirra gagna sem starfsmenn FBI lögðu hald á í Mar-a-Lago þann 8. ágúst. Háleynileg skjöl fundust í sveitaklúbbnum þar á meðal í skrifborðsskúffum. AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. Því hafi ákvörðun verið tekin um að sækja um leitarheimild og senda starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til að leita að opinberum gögnum í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Húsleitin var framkvæmd þann 8. ágúst. Starfsmenn FBI lögðu hald á 33 kassa af gögnum og þar á meðal voru rúmlega hundrað leynileg skjöl, samkvæmt nýopinberuðu dómskjali. Í því skjali má lesa ítarlega tímalínu um atburðina varðandi Mar-a-Lago og gögnin opinberu. Segja greiningu óþarfa Skjalið er andsvar við kröfu Trump-liða um að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögnin sem haldlögð voru í húsleitinni. Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Dómari mun hlusta á málflutning lögmanna Trumps og dómsmálaráðuneytisins varðandi þá kröfu á morgun. Ráðuneytið segir óþarft að slík greining fari fram, þar sem hún hafi þegar verið gerð innan ráðuneytisins. Takmarkað magn óviðkomandi gagna sem féllu undir áðurnefndan trúnað hefði fundist. Saka Trump-liða um lygar AP fréttaveitan segir skjalið sýna að rannsakendur beindu sjónum sínum ekki eingöngu að því af hverju opinber gögn, sem Trump hefði samkvæmt lögum átt að afhenda til Þjóðskjalasafnsins, væru í Flórída, heldur einnig að því hvort Trump og hans fólk væri að vísvitandi sagt ósatt um gögnin til að hindra rannsóknina. Eftir að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins fóru til Flórída í febrúar og sóttu gögn þangað. Eftir að þau gögn voru skoðuð grunaði þá að enn væri mikið magn gagna að finna í Mar-a-Lago. Sjá einnig: Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Í nýja skjali dómsmálaráðuneytisins segir að allar tilraunir til að fá þau gögn sem vantaði afhent hafi misheppnast. Þar kemur einnig fram að fulltrúar Trump afhentu 38 leynileg skjöl til Þjóðskjalasafnsins í júní. Þeir staðhæfðu að eftir það sem þeir kölluðu „ítarlega leit“, væri engin opinber gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Sú „ítarlega leit“ var framkvæmd eftir að Trump barst stefna frá Þjóðskjalasafninu. Þessi 38 leynilegu skjöl voru til viðbótar við 184 leynileg skjöl sem voru meðal gagnanna sem send voru til Þjóðskjalasafnsins í febrúar. Starfsmenn FBI fundu þó í húsleitinni í þessum mánuði nokkuð magn opinberra gagna og þar á meðal leynileg skjöl, eins og áður hefur komið fram. Dómsmálaráðuneytið segir það til marks um að Trump og fulltrúar hans hafi logið um opinber og leynileg gögn í Mar-a-Lago. Háleynileg skjöl fundust í húsleitinni Washington Post segir að eitt það alvarlegasta sem komi fram í nýja skjalinu sé að við húsleitina hafi starfsmenn FBI fundið skjöl merkt „Top Secret“ á skrifstofu Trumps í Mar-a-Lago. Þar á meðal hafi verið skjöl sem voru einnig með merkinguna „HCS“ en þannig eru skjöl sem varða leynilega uppljóstrara Bandaríkjanna í öðrum ríkjum merkt. „HCS“ er ein alvarlegasta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Einnig kemur fram að eftir „ítarlegu leitina“ í júní hafi starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins hitt fulltrúa Trumps í Mar-a-Lago og þeim hafi verið meinað að opna eða skoða kassa sem voru í geymslu í sveitarklúbbnum, til að staðfesta að öll gögn hefðu verið afhent. Það er þvert á orð þessara sömu fulltrúa, lögmannanna Evans Corcoran og Christinu Bobb, um að þau hafi farið yfir það sem var í kössunum með áðurnefndum starfsmönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins. Trump sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og lýst því yfir að hann og fulltrúar hans hafi unnið með Þjóðskjalasafninu og FBI af heillindum. Fulltrúarnir staðhæfðu einnig að öll gögnin hefðu verið geymd í áðurnefndri geymslu í kjallara Mar-a-Lago og þar hefðu þau verið örugg. Nú segir ráðuneytið að grunur leiki á að gögn hafi verið flutt þaðan og þau mögulega falin, til að hindra rannsókn ráðuneytisins. Er það stutt með því að starfsmenn FBI hafi í húsleitinni í þessum mánuði fundið opinber skjöl í öðrum hlutum húsnæðisins og þar á meðal í skrifstofu Trumps. Þar fundust leynileg skjöl í skrifborðsskúffum og í öryggisskáp. Segja gögnin enn hafa verið leynileg Í skjali dómsmálaráðuneytisins er einnig fjallað um þau ummæli Trumps og starfsmanna hans um að hann hafi sem forseti svipt leyndinni af öllum gögnum sem flutt voru til Flórída. Trump hefur að vísu einnig haldið því fram að starfsmenn FBI hafi komið fyrir leynilegum gögnum í Mar-a-Lago til að koma sök á sig. Lögmenn ráðuneytisins segja þær yfirlýsingar um að hann hafi svipt leyndinni af gögnunum ekki halda vatni. Lögmenn Trumps eða fulltrúar hafi á engum tímapunkti fyrir húsleitina haldið því fram. Þá hafi þau komið fram eins og gögnin væru enn leynileg. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Því hafi ákvörðun verið tekin um að sækja um leitarheimild og senda starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til að leita að opinberum gögnum í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Húsleitin var framkvæmd þann 8. ágúst. Starfsmenn FBI lögðu hald á 33 kassa af gögnum og þar á meðal voru rúmlega hundrað leynileg skjöl, samkvæmt nýopinberuðu dómskjali. Í því skjali má lesa ítarlega tímalínu um atburðina varðandi Mar-a-Lago og gögnin opinberu. Segja greiningu óþarfa Skjalið er andsvar við kröfu Trump-liða um að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögnin sem haldlögð voru í húsleitinni. Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Dómari mun hlusta á málflutning lögmanna Trumps og dómsmálaráðuneytisins varðandi þá kröfu á morgun. Ráðuneytið segir óþarft að slík greining fari fram, þar sem hún hafi þegar verið gerð innan ráðuneytisins. Takmarkað magn óviðkomandi gagna sem féllu undir áðurnefndan trúnað hefði fundist. Saka Trump-liða um lygar AP fréttaveitan segir skjalið sýna að rannsakendur beindu sjónum sínum ekki eingöngu að því af hverju opinber gögn, sem Trump hefði samkvæmt lögum átt að afhenda til Þjóðskjalasafnsins, væru í Flórída, heldur einnig að því hvort Trump og hans fólk væri að vísvitandi sagt ósatt um gögnin til að hindra rannsóknina. Eftir að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins fóru til Flórída í febrúar og sóttu gögn þangað. Eftir að þau gögn voru skoðuð grunaði þá að enn væri mikið magn gagna að finna í Mar-a-Lago. Sjá einnig: Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Í nýja skjali dómsmálaráðuneytisins segir að allar tilraunir til að fá þau gögn sem vantaði afhent hafi misheppnast. Þar kemur einnig fram að fulltrúar Trump afhentu 38 leynileg skjöl til Þjóðskjalasafnsins í júní. Þeir staðhæfðu að eftir það sem þeir kölluðu „ítarlega leit“, væri engin opinber gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Sú „ítarlega leit“ var framkvæmd eftir að Trump barst stefna frá Þjóðskjalasafninu. Þessi 38 leynilegu skjöl voru til viðbótar við 184 leynileg skjöl sem voru meðal gagnanna sem send voru til Þjóðskjalasafnsins í febrúar. Starfsmenn FBI fundu þó í húsleitinni í þessum mánuði nokkuð magn opinberra gagna og þar á meðal leynileg skjöl, eins og áður hefur komið fram. Dómsmálaráðuneytið segir það til marks um að Trump og fulltrúar hans hafi logið um opinber og leynileg gögn í Mar-a-Lago. Háleynileg skjöl fundust í húsleitinni Washington Post segir að eitt það alvarlegasta sem komi fram í nýja skjalinu sé að við húsleitina hafi starfsmenn FBI fundið skjöl merkt „Top Secret“ á skrifstofu Trumps í Mar-a-Lago. Þar á meðal hafi verið skjöl sem voru einnig með merkinguna „HCS“ en þannig eru skjöl sem varða leynilega uppljóstrara Bandaríkjanna í öðrum ríkjum merkt. „HCS“ er ein alvarlegasta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Einnig kemur fram að eftir „ítarlegu leitina“ í júní hafi starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins hitt fulltrúa Trumps í Mar-a-Lago og þeim hafi verið meinað að opna eða skoða kassa sem voru í geymslu í sveitarklúbbnum, til að staðfesta að öll gögn hefðu verið afhent. Það er þvert á orð þessara sömu fulltrúa, lögmannanna Evans Corcoran og Christinu Bobb, um að þau hafi farið yfir það sem var í kössunum með áðurnefndum starfsmönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins. Trump sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og lýst því yfir að hann og fulltrúar hans hafi unnið með Þjóðskjalasafninu og FBI af heillindum. Fulltrúarnir staðhæfðu einnig að öll gögnin hefðu verið geymd í áðurnefndri geymslu í kjallara Mar-a-Lago og þar hefðu þau verið örugg. Nú segir ráðuneytið að grunur leiki á að gögn hafi verið flutt þaðan og þau mögulega falin, til að hindra rannsókn ráðuneytisins. Er það stutt með því að starfsmenn FBI hafi í húsleitinni í þessum mánuði fundið opinber skjöl í öðrum hlutum húsnæðisins og þar á meðal í skrifstofu Trumps. Þar fundust leynileg skjöl í skrifborðsskúffum og í öryggisskáp. Segja gögnin enn hafa verið leynileg Í skjali dómsmálaráðuneytisins er einnig fjallað um þau ummæli Trumps og starfsmanna hans um að hann hafi sem forseti svipt leyndinni af öllum gögnum sem flutt voru til Flórída. Trump hefur að vísu einnig haldið því fram að starfsmenn FBI hafi komið fyrir leynilegum gögnum í Mar-a-Lago til að koma sök á sig. Lögmenn ráðuneytisins segja þær yfirlýsingar um að hann hafi svipt leyndinni af gögnunum ekki halda vatni. Lögmenn Trumps eða fulltrúar hafi á engum tímapunkti fyrir húsleitina haldið því fram. Þá hafi þau komið fram eins og gögnin væru enn leynileg.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31
Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01
Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent