„Monsúnrigning á sterum“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 15:56 Söguleg rigning hefur skollið á Paksitan í sumar og er von á enn meiri riginginu á komandi vikum. AP/Zahid Hussain Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. Guterres opinberaði í dag að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu 160 milljónir dala til að aðstoða Pakistan. Þá kallaði hann eftir hertum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Gutteres í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rúmlega 33 milljónir Pakistana hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum og er talið að þau hafi komið verulega niður á hagkerfi Pakistans, sem átti í erfiðleikum fyrir. Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Minnst 1.150 hafa dáið í landinu vegna rigningarinnar og flóða frá því um miðjan júní. Meira en milljón heimili eru ónýt og flóðin hafa eyðilagt mikið af uppskeru landsins. Shahbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir þetta verstu flóðin í sögu Pakistans. Eins og áður segir hefur lítið rignt í þrjá daga. Veðurfræðingar búast þó við meiri rigningu á komandi dögum. Rigna muni á svæðum sem eru þegar undir vatni og vara yfirvöld við því að það gæti haft verulega slæm áhrif. Flóðin hafa valdið gífurlegum skemmdum í Pakistan.AP/Sherin Zada Fólk skoðar rústir hótels sem hrundi í flóðum í þorpinu Kalam í Pakistan.AP/Sherin Zada Maður flytur þær eigur sem hann á eftir á fleka en hús hans fór undir vatn.AP/Fareed Khan Konur skoða hús sem skemmdist í flóðunum.AP/Fareed Khan Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Guterres opinberaði í dag að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu 160 milljónir dala til að aðstoða Pakistan. Þá kallaði hann eftir hertum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Gutteres í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rúmlega 33 milljónir Pakistana hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum og er talið að þau hafi komið verulega niður á hagkerfi Pakistans, sem átti í erfiðleikum fyrir. Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Minnst 1.150 hafa dáið í landinu vegna rigningarinnar og flóða frá því um miðjan júní. Meira en milljón heimili eru ónýt og flóðin hafa eyðilagt mikið af uppskeru landsins. Shahbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir þetta verstu flóðin í sögu Pakistans. Eins og áður segir hefur lítið rignt í þrjá daga. Veðurfræðingar búast þó við meiri rigningu á komandi dögum. Rigna muni á svæðum sem eru þegar undir vatni og vara yfirvöld við því að það gæti haft verulega slæm áhrif. Flóðin hafa valdið gífurlegum skemmdum í Pakistan.AP/Sherin Zada Fólk skoðar rústir hótels sem hrundi í flóðum í þorpinu Kalam í Pakistan.AP/Sherin Zada Maður flytur þær eigur sem hann á eftir á fleka en hús hans fór undir vatn.AP/Fareed Khan Konur skoða hús sem skemmdist í flóðunum.AP/Fareed Khan
Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira