Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 11:50 Þótt Úkraínumenn sæki nú fram í suðurhluta Úkraínu gera Rússar enn stöðugar árásir í austurhluta landsins. Hér má sjá konur leita skjóls í kjallara undan stöðugum eldflaugaárásum Rússa á bæinn Sloviansk skammt frá borginni Kramatorsk í Donetsk héraði. AP//Leo Correa Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
BBC fréttastofan hefur eftir hernaðaryfirvöldum í Kherson héraði að úkraínskum hersveitum hafi tekist að brjótast í gegn um fyrstu varnarlínu Rússa um borgina Kherson í suðurhluta landsins, sem Rússar náðu á sitt vald á upphafsdögum innrásarinnar. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn unnið að því að loka birgðaleiðum Rússa að héraðinu til að undirbúa gagnsókn sem nú virðist hafin. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu gaf hins vegar ekki nákvæmar skýringar á stöðunni í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkveldi. Sagði aðeins að hersveitir og njósnastofnanir Úkraínu væru að vinna vinnuna sína. Allir vissu hvert markmiðið væri og á stríðstímum væru ekki gefnar nákvæmar útlistanir á stöðunni. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að mannfall Úkraínumanna sé mikið í Kherson. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að hersveitir landsins muni hrekja Rússa burt frá allri Úkraínu.AP/Andrew Kravchenko Zelenskyy hét því í ávarpi sínu í gærkvöldi héruðin Kharkiv, Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia, Kherson, Krím og öll strandlengjan við Svartahaf og Azovhaf yrðu endurheimt. „Þetta mun gerast. Þetta er okkar land. Rétt eins og samfélag okkar skilur þetta vil ég að innrásarliðið skilji þetta líka. Það verður enginn staður fyrir það í Úkraínu," sagði Zelenskyy. Enginn muni hins vegar komast yfir hernaðaráætlanir Úkraínu frá ábyrgum aðilum. Innrásarliðið þurfi þó að skilja að það verði hrakið yfir lögleg landamæri Úkraínu. „Landamæri Úkraínu hafa ekki breyst. Innrásarliðið veit þetta. Ef rússneskir hermenn vilja lifa af er kominn tími til að þeir leggi á flótta. Farið heim til ykkar. Ef þið eruð of hræddir til að snúa heim til Rússlands, gefist þá upp. Við munum tryggja að farið verði með ykkur samkæmt ýtrustu reglum Genfarsáttmálans," sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17
Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 30. ágúst 2022 08:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17