Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 08:50 Sveinn Sölvason forstjóri Össurar segir verkefni á borð við það í Úkraínu hafa gríðarleg áhrif á líf fólks. Vísir/Getty Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. Styrkurinn nemur 30 milljónum íslenskra króna og mun Össur nýta hann til að útvega Úkraínumönnum í neyð nauðsynleg stoðtæki. Ekki nóg með það heldur hefur fyrirtækið auk þess þjálfað úkraínska sérfræðinga í stoðtækjafræðum svo hægt sé að fylgja málinu vel eftir og lagt til talsvert fjármagn, svo heildarframleiðnin nemur um 100 milljónum króna. „Það sem er mikilvægt í þessu er að búa til einhvers konar varanlega lausn fyrir einstaklinga. Það er ekki nóg að gefa vörurnar, það þarf að vera þjónusta, það þurfa að vera sérfræðinga [til staðar] til að hjálpa þessum einstaklingum að komast af stað og viðhalda gerviútlimnum,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar í Bítinu á Bylgjunni. Össur hafi nú þjálfað tíu úkraínska sérfræðinga til að aðstoða Úkraínumenn sem misst hafa útlimi og búið er að byggja fætur fyrir tíu einstaklinga en margir bíði enn. „Varlega áætlað eru þetta í kring um þúsund manns í Úkraínu [sem bíða]. Bæði hermenn og almennir borgarar sem hafa lent í að missa annað hvort fót eða hendi og þetta er okkar markmið. Við viljum leggja okkar af mörkum í að lina þjáningar þessa fólks með því að koma til móts við þessa einstaklinga með varanlegri lausn,“ segir Sveinn. Bað kærustunnar á sjúkrabekknum Hann segir þessa þjónustu hafa gríðarleg áhrif á fólk, líkamleg en ekki síst andleg. „Við vorum að þjálfa úkraínska stoðtækjasérfræðinga í Noregi og fengum hermann frá Úkraínu sem hafði misst fótinn til þess að fá lausn. Kærastan hans kom með honum og hann varð svo ótrúlega glaður að fá þessa nýju lausn og gleðin var svo mikil að hann bað kærustunnar sinnar þarna á sjúkrastofunni í Osló. Þannig að það sem við gerum hefur almennt mikil áhrif á líf fólks og það er stór hluti af fyrirtækinu og er mjög mikilvægt fyrir okkur.“ Verkefnið sé stórt en hluta af nýjum gerviútlim þurfi að sérsníða fyrir hvern einstakling. „Stúfurinn er misjafn í stærð og lögun fyrir hvern einasta einstakling og það þarf að sérsmíða þann hluta. Þar býr Össur yfir sérstakri tækni, sem eina fyrirtækið á markaðnum sem er í stakk búið til að búa til þennan sérsmíðaða hluta á mjög skilvirkan og einfaldan hátt,“ segir Sveinn. Þessi tækni geri Össuri kleift að smíða nýjan sérsniðinn útlim á aðeins tveimur til þremur klukkustundum. „Þessi tækni er einstök og gerir okkur kleift að sinna verkefnum eins og þessu í Úkraínu.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Össur Tengdar fréttir Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03 Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. 21. júlí 2022 07:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Styrkurinn nemur 30 milljónum íslenskra króna og mun Össur nýta hann til að útvega Úkraínumönnum í neyð nauðsynleg stoðtæki. Ekki nóg með það heldur hefur fyrirtækið auk þess þjálfað úkraínska sérfræðinga í stoðtækjafræðum svo hægt sé að fylgja málinu vel eftir og lagt til talsvert fjármagn, svo heildarframleiðnin nemur um 100 milljónum króna. „Það sem er mikilvægt í þessu er að búa til einhvers konar varanlega lausn fyrir einstaklinga. Það er ekki nóg að gefa vörurnar, það þarf að vera þjónusta, það þurfa að vera sérfræðinga [til staðar] til að hjálpa þessum einstaklingum að komast af stað og viðhalda gerviútlimnum,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar í Bítinu á Bylgjunni. Össur hafi nú þjálfað tíu úkraínska sérfræðinga til að aðstoða Úkraínumenn sem misst hafa útlimi og búið er að byggja fætur fyrir tíu einstaklinga en margir bíði enn. „Varlega áætlað eru þetta í kring um þúsund manns í Úkraínu [sem bíða]. Bæði hermenn og almennir borgarar sem hafa lent í að missa annað hvort fót eða hendi og þetta er okkar markmið. Við viljum leggja okkar af mörkum í að lina þjáningar þessa fólks með því að koma til móts við þessa einstaklinga með varanlegri lausn,“ segir Sveinn. Bað kærustunnar á sjúkrabekknum Hann segir þessa þjónustu hafa gríðarleg áhrif á fólk, líkamleg en ekki síst andleg. „Við vorum að þjálfa úkraínska stoðtækjasérfræðinga í Noregi og fengum hermann frá Úkraínu sem hafði misst fótinn til þess að fá lausn. Kærastan hans kom með honum og hann varð svo ótrúlega glaður að fá þessa nýju lausn og gleðin var svo mikil að hann bað kærustunnar sinnar þarna á sjúkrastofunni í Osló. Þannig að það sem við gerum hefur almennt mikil áhrif á líf fólks og það er stór hluti af fyrirtækinu og er mjög mikilvægt fyrir okkur.“ Verkefnið sé stórt en hluta af nýjum gerviútlim þurfi að sérsníða fyrir hvern einstakling. „Stúfurinn er misjafn í stærð og lögun fyrir hvern einasta einstakling og það þarf að sérsmíða þann hluta. Þar býr Össur yfir sérstakri tækni, sem eina fyrirtækið á markaðnum sem er í stakk búið til að búa til þennan sérsmíðaða hluta á mjög skilvirkan og einfaldan hátt,“ segir Sveinn. Þessi tækni geri Össuri kleift að smíða nýjan sérsniðinn útlim á aðeins tveimur til þremur klukkustundum. „Þessi tækni er einstök og gerir okkur kleift að sinna verkefnum eins og þessu í Úkraínu.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Össur Tengdar fréttir Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03 Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. 21. júlí 2022 07:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03
Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. 21. júlí 2022 07:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent