Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 08:50 Sveinn Sölvason forstjóri Össurar segir verkefni á borð við það í Úkraínu hafa gríðarleg áhrif á líf fólks. Vísir/Getty Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. Styrkurinn nemur 30 milljónum íslenskra króna og mun Össur nýta hann til að útvega Úkraínumönnum í neyð nauðsynleg stoðtæki. Ekki nóg með það heldur hefur fyrirtækið auk þess þjálfað úkraínska sérfræðinga í stoðtækjafræðum svo hægt sé að fylgja málinu vel eftir og lagt til talsvert fjármagn, svo heildarframleiðnin nemur um 100 milljónum króna. „Það sem er mikilvægt í þessu er að búa til einhvers konar varanlega lausn fyrir einstaklinga. Það er ekki nóg að gefa vörurnar, það þarf að vera þjónusta, það þurfa að vera sérfræðinga [til staðar] til að hjálpa þessum einstaklingum að komast af stað og viðhalda gerviútlimnum,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar í Bítinu á Bylgjunni. Össur hafi nú þjálfað tíu úkraínska sérfræðinga til að aðstoða Úkraínumenn sem misst hafa útlimi og búið er að byggja fætur fyrir tíu einstaklinga en margir bíði enn. „Varlega áætlað eru þetta í kring um þúsund manns í Úkraínu [sem bíða]. Bæði hermenn og almennir borgarar sem hafa lent í að missa annað hvort fót eða hendi og þetta er okkar markmið. Við viljum leggja okkar af mörkum í að lina þjáningar þessa fólks með því að koma til móts við þessa einstaklinga með varanlegri lausn,“ segir Sveinn. Bað kærustunnar á sjúkrabekknum Hann segir þessa þjónustu hafa gríðarleg áhrif á fólk, líkamleg en ekki síst andleg. „Við vorum að þjálfa úkraínska stoðtækjasérfræðinga í Noregi og fengum hermann frá Úkraínu sem hafði misst fótinn til þess að fá lausn. Kærastan hans kom með honum og hann varð svo ótrúlega glaður að fá þessa nýju lausn og gleðin var svo mikil að hann bað kærustunnar sinnar þarna á sjúkrastofunni í Osló. Þannig að það sem við gerum hefur almennt mikil áhrif á líf fólks og það er stór hluti af fyrirtækinu og er mjög mikilvægt fyrir okkur.“ Verkefnið sé stórt en hluta af nýjum gerviútlim þurfi að sérsníða fyrir hvern einstakling. „Stúfurinn er misjafn í stærð og lögun fyrir hvern einasta einstakling og það þarf að sérsmíða þann hluta. Þar býr Össur yfir sérstakri tækni, sem eina fyrirtækið á markaðnum sem er í stakk búið til að búa til þennan sérsmíðaða hluta á mjög skilvirkan og einfaldan hátt,“ segir Sveinn. Þessi tækni geri Össuri kleift að smíða nýjan sérsniðinn útlim á aðeins tveimur til þremur klukkustundum. „Þessi tækni er einstök og gerir okkur kleift að sinna verkefnum eins og þessu í Úkraínu.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Össur Tengdar fréttir Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03 Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. 21. júlí 2022 07:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Styrkurinn nemur 30 milljónum íslenskra króna og mun Össur nýta hann til að útvega Úkraínumönnum í neyð nauðsynleg stoðtæki. Ekki nóg með það heldur hefur fyrirtækið auk þess þjálfað úkraínska sérfræðinga í stoðtækjafræðum svo hægt sé að fylgja málinu vel eftir og lagt til talsvert fjármagn, svo heildarframleiðnin nemur um 100 milljónum króna. „Það sem er mikilvægt í þessu er að búa til einhvers konar varanlega lausn fyrir einstaklinga. Það er ekki nóg að gefa vörurnar, það þarf að vera þjónusta, það þurfa að vera sérfræðinga [til staðar] til að hjálpa þessum einstaklingum að komast af stað og viðhalda gerviútlimnum,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar í Bítinu á Bylgjunni. Össur hafi nú þjálfað tíu úkraínska sérfræðinga til að aðstoða Úkraínumenn sem misst hafa útlimi og búið er að byggja fætur fyrir tíu einstaklinga en margir bíði enn. „Varlega áætlað eru þetta í kring um þúsund manns í Úkraínu [sem bíða]. Bæði hermenn og almennir borgarar sem hafa lent í að missa annað hvort fót eða hendi og þetta er okkar markmið. Við viljum leggja okkar af mörkum í að lina þjáningar þessa fólks með því að koma til móts við þessa einstaklinga með varanlegri lausn,“ segir Sveinn. Bað kærustunnar á sjúkrabekknum Hann segir þessa þjónustu hafa gríðarleg áhrif á fólk, líkamleg en ekki síst andleg. „Við vorum að þjálfa úkraínska stoðtækjasérfræðinga í Noregi og fengum hermann frá Úkraínu sem hafði misst fótinn til þess að fá lausn. Kærastan hans kom með honum og hann varð svo ótrúlega glaður að fá þessa nýju lausn og gleðin var svo mikil að hann bað kærustunnar sinnar þarna á sjúkrastofunni í Osló. Þannig að það sem við gerum hefur almennt mikil áhrif á líf fólks og það er stór hluti af fyrirtækinu og er mjög mikilvægt fyrir okkur.“ Verkefnið sé stórt en hluta af nýjum gerviútlim þurfi að sérsníða fyrir hvern einstakling. „Stúfurinn er misjafn í stærð og lögun fyrir hvern einasta einstakling og það þarf að sérsmíða þann hluta. Þar býr Össur yfir sérstakri tækni, sem eina fyrirtækið á markaðnum sem er í stakk búið til að búa til þennan sérsmíðaða hluta á mjög skilvirkan og einfaldan hátt,“ segir Sveinn. Þessi tækni geri Össuri kleift að smíða nýjan sérsniðinn útlim á aðeins tveimur til þremur klukkustundum. „Þessi tækni er einstök og gerir okkur kleift að sinna verkefnum eins og þessu í Úkraínu.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Össur Tengdar fréttir Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03 Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. 21. júlí 2022 07:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03
Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. 21. júlí 2022 07:36