Guardian greinir frá því að möguleiki sé á því að hækkun sjávarmáls verði margir metrar næstu áratugina en þó notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt á stundinni væri bráðnun jökulhetta á Grænlandi óumflýjanleg.
Nýja rannsóknin sem um ræðir varpi ljósi á það að fyrrnefnd 27 sentímetra lágmarkshækkun sé væntanleg en hvort hún komi innan 100 ára fremur en 150 ára sé óvíst.
Þessar spár séu byggðar á núverandi stöðu hnattrænnar hlýnunar en einhverjir hafi áhyggjur af því að hin mikla bráðnun jökulhetta sem átti sér stað á Grænlandi árið 2012 endurtaki sig. Gerist það muni hækkun sjávarmáls verða töluvert meiri en 27 sentímetrar, þá verði óumflýjanlega hækkunin 78 sentímetrar.