Meint alþjóðleg glæpakvendi gefa sig fram Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 16:58 Þeim hjónum Guðrúnu Ó og Sólbjörgu Laufey, þykir misskilningurinn bæði kómískur og alvarlegur í senn. Þeim Guðrúnu Ó Axelsdóttur og Sólbjörgu Laufey Vigfúsdóttur brá illilega í brún þegar þær lásu frétt af því að tvær konur, sem töluðu bjagaða íslensku, hafi bankað uppá og nánast boðið sér sjálfum inn í hús í vafasömum tilgangi og uppgötvuðu að þar var verið að tala um þær. „Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta,“ segir Sólbjörg Laufey í samtali við Vísi. „En, já, við erum umræddu glæpakvendin“. Þeim þykir fréttin bæði kómísk og alvarleg í senn. En þar greinir frá því að tvær konur hafi bankað uppá að heimili nokkru í Rimahverfi í Grafarvoginum í Reykjavík. Fjórtán ára táningsstúlka opnaði og þær nánast buðu sér sjálfar inn að sögn. Þar eru þær sagðar hafa tekið myndir og farið við svo búið. Viðmælandi Vísis, sem greindi í fyrstu frá þessari uppákomu í hverfishópnum á Facebook, telur ekki ólíklegt að þarna hafi verið glæpakvendi á ferð sem voru að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu; þá með vísan til innbrotafaraldurs. Þó þær Guðrún og Sólbjörg hafi ekki tengt við lýsinguna áttuðu þær sig á því, af öllum aðstæðum, að þarna væri verið að tala um þær. Og vilja meina að þarna sé mikið komið af bulli. Þeim hafi verið boðið í grillveislu hjá vinkonum sínum og fóru húsavillt. Hafna því að vera hluti alþjóðlegum glæpahring „Þar sem við erum að banka á dyrnar kemur ung stúlka að okkur og spyr eru þið að hitta einhvern hér. Við spyrjum hvort hún sé dóttir Örlu sem við köllum vinkonu okkar í djóki. Hún svarar játandi. Við spyrjum hvort þær séu inni og hún segist ekki vita það, við segjum sennilega eru þær út í garði þar sem var verið að bjóða okkur í grill en héldum að þær hefðu kannski skroppið frá og spyrjum hvort við megum bíða úti á pallinum,“ segir Guðrún á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig þessir atburðir horfa við þeim. Guðrún lýsir því hvernig stúlkan vísaði þeim út á pall en þá hafi þær áttað sig á því að þær væru sennilega staddar í röngu húsi, í garðinum mátti sjá hundaskít sem var ekki í stíl vinkvenna sem til stóð að sækja heim. Þær Guðrún og Sólbjörg Laufey vita vart hvort þær eigi að hlæja eða gráta. Þær hafi hringt í vinkonu sína sem hafi svarað í símann, hinum megin við girðinguna. Í næsta húsi. „Við fengum hláturskast og báðum stelpuna innilegra afsökunar á þessum misskilning, dóttirin og vinkonur hennar hlógu með.“ Þær Guðrún og Sólbjörg segjast engar myndir hafa tekið og þær séu ekki partur af skipulagðri brotastarfsemi. Bara tvær saklausar konur sem fóru húsavillt. Og þeim þykir verra ef fréttin getur orðið til að ala á ótta hjá börnum og eða útlendingaandúð, þá með vísan til hinnar umræddu bjöguðu íslensku. Hringdu strax í lögguna til að girða fyrir frekari misskilning Guðrún segir það góða spurningu, með hina bjöguðu íslensku. „Finnst þér ég tala eins og útlendingur?“ spyr hún blaðamann sem getur ekki svarað því öðru vísi en neitandi. Hinn rétti húsráðandi áttaði sig á því í dag að um væri að ræða einn allsherjar misskiling sem hafi undið uppá sig með þessum hætti. Að verið væri að tala um þær Guðrúnu og Sólbjörgu Laufey sem meint alþjóðleg glæpakvendi og sendi þeim fréttina. Þeim brá í brún og höfðu þegar samband við lögregluna til að girða fyrir frekari misskilning. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt gagnvart íbúum Grafarholts, að þar fari hugsanlega um einhver svona útsmogin glæpagengi. Það væri alvarlegt ef rétt væri,“ segir Guðrún. Hún segir misskilninginn reyndar illskiljanlegan, þær hafi beðið stúlkuna margfaldlega afsökunar og varla verið inni meira en í mínútu. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
„Við vitum ekki hvort við eigum að hlæja eða gráta,“ segir Sólbjörg Laufey í samtali við Vísi. „En, já, við erum umræddu glæpakvendin“. Þeim þykir fréttin bæði kómísk og alvarleg í senn. En þar greinir frá því að tvær konur hafi bankað uppá að heimili nokkru í Rimahverfi í Grafarvoginum í Reykjavík. Fjórtán ára táningsstúlka opnaði og þær nánast buðu sér sjálfar inn að sögn. Þar eru þær sagðar hafa tekið myndir og farið við svo búið. Viðmælandi Vísis, sem greindi í fyrstu frá þessari uppákomu í hverfishópnum á Facebook, telur ekki ólíklegt að þarna hafi verið glæpakvendi á ferð sem voru að athuga aðstæður áður en þær réðust til atlögu; þá með vísan til innbrotafaraldurs. Þó þær Guðrún og Sólbjörg hafi ekki tengt við lýsinguna áttuðu þær sig á því, af öllum aðstæðum, að þarna væri verið að tala um þær. Og vilja meina að þarna sé mikið komið af bulli. Þeim hafi verið boðið í grillveislu hjá vinkonum sínum og fóru húsavillt. Hafna því að vera hluti alþjóðlegum glæpahring „Þar sem við erum að banka á dyrnar kemur ung stúlka að okkur og spyr eru þið að hitta einhvern hér. Við spyrjum hvort hún sé dóttir Örlu sem við köllum vinkonu okkar í djóki. Hún svarar játandi. Við spyrjum hvort þær séu inni og hún segist ekki vita það, við segjum sennilega eru þær út í garði þar sem var verið að bjóða okkur í grill en héldum að þær hefðu kannski skroppið frá og spyrjum hvort við megum bíða úti á pallinum,“ segir Guðrún á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig þessir atburðir horfa við þeim. Guðrún lýsir því hvernig stúlkan vísaði þeim út á pall en þá hafi þær áttað sig á því að þær væru sennilega staddar í röngu húsi, í garðinum mátti sjá hundaskít sem var ekki í stíl vinkvenna sem til stóð að sækja heim. Þær Guðrún og Sólbjörg Laufey vita vart hvort þær eigi að hlæja eða gráta. Þær hafi hringt í vinkonu sína sem hafi svarað í símann, hinum megin við girðinguna. Í næsta húsi. „Við fengum hláturskast og báðum stelpuna innilegra afsökunar á þessum misskilning, dóttirin og vinkonur hennar hlógu með.“ Þær Guðrún og Sólbjörg segjast engar myndir hafa tekið og þær séu ekki partur af skipulagðri brotastarfsemi. Bara tvær saklausar konur sem fóru húsavillt. Og þeim þykir verra ef fréttin getur orðið til að ala á ótta hjá börnum og eða útlendingaandúð, þá með vísan til hinnar umræddu bjöguðu íslensku. Hringdu strax í lögguna til að girða fyrir frekari misskilning Guðrún segir það góða spurningu, með hina bjöguðu íslensku. „Finnst þér ég tala eins og útlendingur?“ spyr hún blaðamann sem getur ekki svarað því öðru vísi en neitandi. Hinn rétti húsráðandi áttaði sig á því í dag að um væri að ræða einn allsherjar misskiling sem hafi undið uppá sig með þessum hætti. Að verið væri að tala um þær Guðrúnu og Sólbjörgu Laufey sem meint alþjóðleg glæpakvendi og sendi þeim fréttina. Þeim brá í brún og höfðu þegar samband við lögregluna til að girða fyrir frekari misskilning. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt gagnvart íbúum Grafarholts, að þar fari hugsanlega um einhver svona útsmogin glæpagengi. Það væri alvarlegt ef rétt væri,“ segir Guðrún. Hún segir misskilninginn reyndar illskiljanlegan, þær hafi beðið stúlkuna margfaldlega afsökunar og varla verið inni meira en í mínútu.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira