Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 07:30 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir forritið sem mennirnir notuðust við hafa verið erfitt við að eiga. Búið er að loka á starfsemi þess. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. Um er að ræða þrjú mál sem ákært er fyrir. Þrír mannanna eru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru er því lýst að mennirnir þrír hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Þeir hafi verið í slagtogi með tveimur óþekktum erlendum aðilum, móttekið tækið hér á landi og geymt. Því næst hafi þeir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Í ákæru segir að tveir mannanna hafi sammælst um þátttöku í starfseminni með því að skiptast á skilaboðum í gegnum samskiptaforritið Encrochat, þar sem finna mátti fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig losa ætti vökvann úr saltdreifaranum. Sá þriðji á þá að hafa tekið við sams konar leiðbeiningum með öðrum hætti, vitandi að fleiri tóku þátt í starfseminni. Með Encrochat er hægt að eiga dulkóðuð samskipti án mikillar áhættu á leka, Saltdreifarinn, sem var keyptur í Hollandi, kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur frá Smyrilline í Þorlákshöfn í mars sama ár. Lögregla fann dreifarann í nóvember sama ár í útihúsi við bæ skammt frá Hellu, en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí á þessu ári. Í ákæru greinir að um hafi verið að ræða saltdreifara af gerðinni Epoke SW3000, líkt og þann sem sjá má á myndinni. Sá er þó ekki dreifarinn sem um ræðir.Aucteila Gríðarlegt magn fíkniefna haldlagt Mennirnir fimm eru allir ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun á sama bæ og saltdreifarinn fannst. Þeir eru sagðir hafa sammælst um verkaskiptingu við uppsetningu, ræktun, klippingu og þurrkun kannabisplantna. Við húsleitina í maí lagði lögregla hald á rúmlega sex kíló af kannabisplöntum, rúmlega 16 kíló af maríjúana og 131 kannabisplöntu. Tveir mannanna eru þá ákærðir til viðbótar við ofangreind brot. Annar þeirra, Ólafur Ágúst Hraundal, var sakfelldur í hinu svokallaða Stóra fíkniefnamáli um aldamótin, og hlaut níu ára fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að því. Nokkru árum síðar hlaut hann níu og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir innflutning á fíkniefnum í svonefndu BMW-máli. Hluti af refsingunni voru eftirstöðvar úr Stóra fíkniefnamálinu. Í þessu máli var hann ákærður í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa haft í vörslum sínum rúmlega grömm af amfetamíni, yfir 1,7 kíló af kókaíni, tæplega sjö kíló af MDMA og rúmlega 26 kíló af hassi. Hinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum rúmlega 12 grömm af kókaíni sem lögreglan fann við leit. Lögreglan lagði hald á gríðarlegt magn fíkniefna eftir að hafa rannsakað nokkur umfangsmikil fíkniefnamál.Vísir/Vilhelm Götuvirði upp á annan milljarð króna Ákæran sem hér er til umfjöllunar tengist umfangsmikilli rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi, en í júní hélt lögreglan á höfuðborgarsvæðinu blaðamannafund þar sem greint var frá því að málin sem hafi verið til rannsóknar séu með þeim stærstu sem komið hafa upp á landinu. Auk þess að hafa haft dreifingu og sölu fíkniefna til rannsóknar sagðist lögregla einnig vera að rannsaka peningaþvætti í málinu. Tíu voru handteknir í tengslum við málin og lögregla áætlaði að götuvirði fíkniefnanna sem hald var lagt á hefði numið um 1,7 milljörðum króna. Vildu ekki sprengja upp málið Athygli vekur að lögregla komst fyrst á snoðir um hvar saltdreifarinn með amfetamínbasanum væri niður kominn í nóvember 2020, en lagði ekki hald á hann fyrr en í maí 2022, um einu og hálfu ári síðar. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi taki oft langan tíma. „Þessi rannsókn, eins og hefur komið fram, tengdist því að við fengum upplýsingar erlendis frá. Þegar við fundum út hvar þessi saltdreifari var niður kominn, þá ákváðum við að fylgjast með honum en taka hann ekki strax,“ segir Grímur. Aldeilis ekki enda beið lögreglan þolinmóð í eitt og hálft ár. Skýringin er sú að tekin hafi verið ákvörðun um að afla gagna og vernda rannsóknarhagsmuni, fremur en að „sprengja upp málið,“ eins og Grímur orðar það sjálfur. Hollendingar og Frakkar komu íslensku lögreglunni á sporið Hvað varðar samskiptaforritið sem mennirnir notuðu, EncroChat, segir Grímur það afar erfitt við að eiga. Mun erfiðara en önnur dulkóðuð forrit á borð við WhatsApp og Telegram. EncroChat var þjónusta sem gekk út á að bjóða viðskiptavinum upp á breytta farsíma, þannig að öll samskipti í þeim voru dulkóðuð. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 en lögregluyfirvöld í Frakklandi og Hollandi létu til skarar skríða gegn því árið 2020, og komst yfir mikið magn smáskilaboða sem farið höfðu í gegnum þjónustuna. Meðal þeirra voru samskipti mannanna sem hafa verið ákærðir. EncroChat virðist hafa komið sér afar vel fyrir þá sem vilja fela slóð sína og er umhugað um að lögreglan komist ekki í einkasamskipti þeirra, allt til ársins 2020. Þá komst lögreglan í einkasamskipti þeirra.ebastian Kahnert/picture alliance via Getty Íslensk lögregluyfirvöld komust þannig á snoðir um samskipti mannanna fyrir tilstilli lögreglunnar í Hollandi og Frakklandi, með milligöngu Europol. „Rannsóknin sneri ekki aðeins að því sem fór fram á miðlum fyrirtækisins, heldur líka fyrirtækinu sjálfu,“ segir Grímur um aðgerðir erlendra lögregluyfirvalda. EncroChat hefur ekki notið við eftir aðgerðir erlendra lögregluyfirvalda gegn fyrirtækinu, en þær leiddu til þess að yfir þúsund manns voru handteknir víðs vegar um Evrópu, eftir að lögregla komst yfir samskipti á miðlum þess. Saltdreifaramálið Lögreglumál Smygl Fíkniefnabrot Norræna Tengdar fréttir Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Um er að ræða þrjú mál sem ákært er fyrir. Þrír mannanna eru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru er því lýst að mennirnir þrír hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Þeir hafi verið í slagtogi með tveimur óþekktum erlendum aðilum, móttekið tækið hér á landi og geymt. Því næst hafi þeir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Í ákæru segir að tveir mannanna hafi sammælst um þátttöku í starfseminni með því að skiptast á skilaboðum í gegnum samskiptaforritið Encrochat, þar sem finna mátti fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig losa ætti vökvann úr saltdreifaranum. Sá þriðji á þá að hafa tekið við sams konar leiðbeiningum með öðrum hætti, vitandi að fleiri tóku þátt í starfseminni. Með Encrochat er hægt að eiga dulkóðuð samskipti án mikillar áhættu á leka, Saltdreifarinn, sem var keyptur í Hollandi, kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur frá Smyrilline í Þorlákshöfn í mars sama ár. Lögregla fann dreifarann í nóvember sama ár í útihúsi við bæ skammt frá Hellu, en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí á þessu ári. Í ákæru greinir að um hafi verið að ræða saltdreifara af gerðinni Epoke SW3000, líkt og þann sem sjá má á myndinni. Sá er þó ekki dreifarinn sem um ræðir.Aucteila Gríðarlegt magn fíkniefna haldlagt Mennirnir fimm eru allir ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun á sama bæ og saltdreifarinn fannst. Þeir eru sagðir hafa sammælst um verkaskiptingu við uppsetningu, ræktun, klippingu og þurrkun kannabisplantna. Við húsleitina í maí lagði lögregla hald á rúmlega sex kíló af kannabisplöntum, rúmlega 16 kíló af maríjúana og 131 kannabisplöntu. Tveir mannanna eru þá ákærðir til viðbótar við ofangreind brot. Annar þeirra, Ólafur Ágúst Hraundal, var sakfelldur í hinu svokallaða Stóra fíkniefnamáli um aldamótin, og hlaut níu ára fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að því. Nokkru árum síðar hlaut hann níu og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir innflutning á fíkniefnum í svonefndu BMW-máli. Hluti af refsingunni voru eftirstöðvar úr Stóra fíkniefnamálinu. Í þessu máli var hann ákærður í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa haft í vörslum sínum rúmlega grömm af amfetamíni, yfir 1,7 kíló af kókaíni, tæplega sjö kíló af MDMA og rúmlega 26 kíló af hassi. Hinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum rúmlega 12 grömm af kókaíni sem lögreglan fann við leit. Lögreglan lagði hald á gríðarlegt magn fíkniefna eftir að hafa rannsakað nokkur umfangsmikil fíkniefnamál.Vísir/Vilhelm Götuvirði upp á annan milljarð króna Ákæran sem hér er til umfjöllunar tengist umfangsmikilli rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi, en í júní hélt lögreglan á höfuðborgarsvæðinu blaðamannafund þar sem greint var frá því að málin sem hafi verið til rannsóknar séu með þeim stærstu sem komið hafa upp á landinu. Auk þess að hafa haft dreifingu og sölu fíkniefna til rannsóknar sagðist lögregla einnig vera að rannsaka peningaþvætti í málinu. Tíu voru handteknir í tengslum við málin og lögregla áætlaði að götuvirði fíkniefnanna sem hald var lagt á hefði numið um 1,7 milljörðum króna. Vildu ekki sprengja upp málið Athygli vekur að lögregla komst fyrst á snoðir um hvar saltdreifarinn með amfetamínbasanum væri niður kominn í nóvember 2020, en lagði ekki hald á hann fyrr en í maí 2022, um einu og hálfu ári síðar. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi taki oft langan tíma. „Þessi rannsókn, eins og hefur komið fram, tengdist því að við fengum upplýsingar erlendis frá. Þegar við fundum út hvar þessi saltdreifari var niður kominn, þá ákváðum við að fylgjast með honum en taka hann ekki strax,“ segir Grímur. Aldeilis ekki enda beið lögreglan þolinmóð í eitt og hálft ár. Skýringin er sú að tekin hafi verið ákvörðun um að afla gagna og vernda rannsóknarhagsmuni, fremur en að „sprengja upp málið,“ eins og Grímur orðar það sjálfur. Hollendingar og Frakkar komu íslensku lögreglunni á sporið Hvað varðar samskiptaforritið sem mennirnir notuðu, EncroChat, segir Grímur það afar erfitt við að eiga. Mun erfiðara en önnur dulkóðuð forrit á borð við WhatsApp og Telegram. EncroChat var þjónusta sem gekk út á að bjóða viðskiptavinum upp á breytta farsíma, þannig að öll samskipti í þeim voru dulkóðuð. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 en lögregluyfirvöld í Frakklandi og Hollandi létu til skarar skríða gegn því árið 2020, og komst yfir mikið magn smáskilaboða sem farið höfðu í gegnum þjónustuna. Meðal þeirra voru samskipti mannanna sem hafa verið ákærðir. EncroChat virðist hafa komið sér afar vel fyrir þá sem vilja fela slóð sína og er umhugað um að lögreglan komist ekki í einkasamskipti þeirra, allt til ársins 2020. Þá komst lögreglan í einkasamskipti þeirra.ebastian Kahnert/picture alliance via Getty Íslensk lögregluyfirvöld komust þannig á snoðir um samskipti mannanna fyrir tilstilli lögreglunnar í Hollandi og Frakklandi, með milligöngu Europol. „Rannsóknin sneri ekki aðeins að því sem fór fram á miðlum fyrirtækisins, heldur líka fyrirtækinu sjálfu,“ segir Grímur um aðgerðir erlendra lögregluyfirvalda. EncroChat hefur ekki notið við eftir aðgerðir erlendra lögregluyfirvalda gegn fyrirtækinu, en þær leiddu til þess að yfir þúsund manns voru handteknir víðs vegar um Evrópu, eftir að lögregla komst yfir samskipti á miðlum þess.
Saltdreifaramálið Lögreglumál Smygl Fíkniefnabrot Norræna Tengdar fréttir Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25