„Sætasti sigur sem ég hef unnið” Árni Gísli Magnússon skrifar 28. ágúst 2022 19:45 Menn frekar súrir er flautað var til leiksloka. Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur á KA á Akureyri í dag eftir að hafa lent 2-1 undir í síðari hálfleik. Birnir Snær Ingason skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90. mínútur og kveðst sjálfur aldrei hafa unnið eins sætan sigur. „Hún er sturluð, ég held að þetta sé bara sætasti sigur sem ég hef unnið. Hann var geðveikur, var þetta ekki á 90. mínútu? Þetta var geggjað.” Birnir skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90 mínútur þegar skot hans lak undir Jajalo í marki KA. Hvernig sá Birnir þetta gerast í rauntíma? „Ingvar fleygir honum langt, ég sé Niko (Nikolaj Hansen) fara upp í skallaboltann þannig ég tek sénsinn, fer bak við hann, vinn boltann og kem honum á Arnór Borg í breiddina og hann gerir mjög vel; köttar inn, sér mig fyrir utan teig og ég set hann í fyrsta og bara þegar ég sparkaði í boltann fann ég að hann var á leiðinni í hornið en svo fór hann í einhvern varnarmann þarna og ég sé hann bara fara svona á mitt markið sko en hann endaði undir markmanninum og það var bara ljúft sko.” Birnir Snær og Arnór Borg komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik auk þess sem Nikolaj Hansen kom inn á í hálfleik. Hver var munurinn á fyrri og seinni hálfleik? „Mér fannst þetta svona svipað, ég veit ekki hvað vantaði í fyrri hálfleik, hann var ekki alveg nógu góður. Svo lendum við náttúrulega undir í seinni, það var högg, og sterkt að ná jöfnunarmarkinu fyrr en seinna en svo bara hefði þetta getað dottið báðu megin í lokin en datt okkar megin.” „Ég held án gríns að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kem til Akureyrar og vinn leik bara síðan í öðrum flokki sko. Það var Skúli frændi minn sem er hérna í KA sem sagði það fyrir leik að ég hafi aldrei unnið á Akureyri. Ég verð eiginlega að þakka honum fyrir sigurinn sko”, sagði Birnir léttur að lokum og gekk sigurreifur áleiðis. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
„Hún er sturluð, ég held að þetta sé bara sætasti sigur sem ég hef unnið. Hann var geðveikur, var þetta ekki á 90. mínútu? Þetta var geggjað.” Birnir skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90 mínútur þegar skot hans lak undir Jajalo í marki KA. Hvernig sá Birnir þetta gerast í rauntíma? „Ingvar fleygir honum langt, ég sé Niko (Nikolaj Hansen) fara upp í skallaboltann þannig ég tek sénsinn, fer bak við hann, vinn boltann og kem honum á Arnór Borg í breiddina og hann gerir mjög vel; köttar inn, sér mig fyrir utan teig og ég set hann í fyrsta og bara þegar ég sparkaði í boltann fann ég að hann var á leiðinni í hornið en svo fór hann í einhvern varnarmann þarna og ég sé hann bara fara svona á mitt markið sko en hann endaði undir markmanninum og það var bara ljúft sko.” Birnir Snær og Arnór Borg komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik auk þess sem Nikolaj Hansen kom inn á í hálfleik. Hver var munurinn á fyrri og seinni hálfleik? „Mér fannst þetta svona svipað, ég veit ekki hvað vantaði í fyrri hálfleik, hann var ekki alveg nógu góður. Svo lendum við náttúrulega undir í seinni, það var högg, og sterkt að ná jöfnunarmarkinu fyrr en seinna en svo bara hefði þetta getað dottið báðu megin í lokin en datt okkar megin.” „Ég held án gríns að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kem til Akureyrar og vinn leik bara síðan í öðrum flokki sko. Það var Skúli frændi minn sem er hérna í KA sem sagði það fyrir leik að ég hafi aldrei unnið á Akureyri. Ég verð eiginlega að þakka honum fyrir sigurinn sko”, sagði Birnir léttur að lokum og gekk sigurreifur áleiðis.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira