„Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 12:06 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Nemendafélag FSu hefur gagnrýnt viðbrögð skólastjórnar harðlega. Tölvupóstur sem skólameistarinn Olga Lísa Garðarsdóttir sendi nemendum er meðal þess sem nemendur eru ósáttir við, en þar er málið sagt erfitt fyrir meintan geranda jafnt sem þolanda, og nemendur beðnir að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Þá var tekið fram að þar sem meintur gerandi væri undir átján ára aldri ætti hann rétt á að mæta í skólann eftir helgi, eftir að hafa verið vísað úr skólanum í tvo daga. Talskona Stígamóta setur spurningamerki við margt sem kemur fram í sendingu skólameistarans til nemenda. „Í fyrsta lagi þá virðist hún hafa ofurtrú á réttarkerfinu, að réttarkerfið muni leysa úr þessu máli og dæma um sekt eða sakleysi meints geranda. En þessir krakkar verða sennilega útskrifaðir úr framhaldsskóla þegar þar að kemur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Koma þurfi í veg fyrir brot en líka bregðast við þeim Skólinn verði því að bregðast við með einhverjum hætti í núinu. Mikilvægt sé að skólar á öllum skólastigum setji sér áætlanir í málum sem þessu. „Áætlanirnar þurfa að taka bæði til forvarna, til þess að koma í veg fyrir brot, en þær þurfa líka að vera með skýr fyrirmæli um hvernig á að bregðast við.“ Aðalmálið sé að tekið sé utan um þolendur og að innan skólanna sé fólk með skilning og þekkingu til að takast á við málin með réttum hætti. Nemendur hafa gagnrýnt að meintur gerandi fái að snúa aftur í skólann eftir helgi og bent á að þolandi eigi ekki að þurfa að eiga á hættu að mæta geranda sínum á göngum skólans. Steinunn segir það eðlilega kröfu. „Ég held að það þurfi bara að grípa til þeirra aðgerða sem eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi og velferð þolanda í þessu máli og að aðrir nemendur í skólanum upplifi líka öryggi við það að mæta í skólann.“ Röng viðbrögð stjórnenda geti þá leitt af sér skaðleg viðbrögð nemenda við málinu. „Það þýðir ekki að segja nemendum að þau megi ekki tala um málið og að þau eigi ekki að útskúfa. Aðalmálið er að skólastjórnendur bregðist rétt við, þannig að nemendum líði ekki eins og þau þurfi að taka málin í eigin hendur,“ segir Steinunn. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að málið sé til rannsóknar, en hefur ekki viljað tjá sig um það að öðru leyti.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03